Ætlar að skipta 10 sinnum um föt í brúðkaupinu

Paris Hilton ætlar að skipta tíu sinnum um föt í …
Paris Hilton ætlar að skipta tíu sinnum um föt í brúðkaupinu sínu. AFP

Tískumógúllinn og hótelerfinginn Paris Hilton ætlar að skipta tíu sinnum um föt í brúðkaupinu sínu. Hilton er trúlofuð Carter Reum og eiga þau eftir að ganga í hjónaband. 

Hilton sagði í The Tonight Show að brúðkaupið hennar yrði hálfgerð tískusýning og svo sannarlega kvöld sem enginn ætti eftir að gleyma. 

En það er þó ekki bara gleði og hamingja að skipuleggja brúðkaup, hvað þá þegar þú ætlar að vera með tíu dress tilbúin. Hún sagði að það hefði verið mjög stressandi að skipuleggja veisluhöldin og það eina sem hún væri búin að gera væri að velja kjóla. 

„Ég elska að skipta um föt,“ sagði Hilton og bætti við að Carter myndi sennilega bara halda sig við ein föt í brúðkaupinu. 

„Þetta verður sko þriggja daga veisla. Það verður löng dagskrá,“ sagði Hilton. Hilton ætlar að fjalla um brúðkaupið sitt í heimildamynd um sjálfa sig, Paris in Love, og því geta aðdáendur hennar fengið að skyggnast á bak við tjöldin.  

Hilton og Carter staðfestu samband sitt í apríl á síðasta ári. Hann bað hennar í fertugsafmæli hennar í febrúar á þessu ári en veisluhöldin fóru fram á einkaeyju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda