Vakti heimsathygli í hönnun Hildar Yeoman

Kehlani í fötum frá Hildi Yeoman á tískuvikunni í London.
Kehlani í fötum frá Hildi Yeoman á tískuvikunni í London. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska söng­kon­an Kehlani vakti mikla at­hygli í græn­um bol og bux­um frá ís­lenska hönnuðinum Hildi Yeom­an í opn­un­ar­teiti tísku­vik­unn­ar í London. Hild­ur seg­ir í sam­tali við Smart­land vera ánægð með hvernig hef­ur gengið und­an­farið en fullt af flottu fólki hafa klæðst hönn­un henn­ar. 

Hild­ur er með umboðsskrif­stofu í London og þar fá stíl­ist­ar og lista­menn lánuð föt fyr­ir ýmis tæki­færi. Að Kehlani hafi klæðst föt­un­um er nýj­asta dæmið um hversu vel geng­ur. Sér­stak­lega var fjallað um klæðnað henn­ar á vef Daily Mail

Kehlani var í góðum fé­lags­skap í veisl­unni en hún stillti sér meðal ann­ars upp í föt­um Hild­ar með of­ur­fyr­ir­sæt­unni Na­omi Camp­bell og Edw­ard Enn­in­f­ul rit­stjóra breska Vogue. 

Langerma toppur úr línunni SPLASH! sem söngkonan Kehlani klæddist á …
Lan­germa topp­ur úr lín­unni SPLASH! sem söng­kon­an Kehlani klædd­ist á tísku­vik­unni í London. Ljós­mynd/​Hild­ur Yeom­an

„Þetta er búið að vera stig­vax­andi í svo­lít­inn tíma,“ seg­ir Hild­ur um vin­sæld­irn­ar og bæt­ir við að mikið sé um er­lend­ar pant­an­ir í net­versl­un­inni á Hild­ur Yeom­an.com. „Þetta er bara eins snjó­bolti. Þetta snýst oft um stíl­ist­ann. Hann er kannski með allskon­ar önn­ur skemmti­leg verk­efni, svo rúll­ar þetta áfram. Það var til dæm­is ein söng­kona í prjóna­sett­inu um dag­inn og þá voru ótrú­lega marg­ar sem báðu um það sem ég get ekki sagt frá núna.“

Hild­ur seg­ir allt hannað í stúd­íó­inu á Lauga­vegi 7 fyr­ir neðan búðina. „Við vor­um að fá nýja línu núna. Það er fullt af nýj­um fal­leg­um haust­vör­um, fullt af hlýj­um peys­um og prjóna­sett­um og allskon­ar fal­leg­um kjól­um eins og alltaf.“ Föt­in sem Kehlani klædd­ist er hins veg­ar hluti af lín­unni SPLASH! sem kom í sum­ar og gekk mjög vel. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Kehlani (@kehlani)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda