Varanlega afmynduð eftir fitufrystingu

Linda Evangelista segist afmynduð eftir misheppnaða fegrunaraðgerð.
Linda Evangelista segist afmynduð eftir misheppnaða fegrunaraðgerð. AFP

Fyr­ir­sæt­an Linda Evang­el­ista seg­ist hafa hlotið var­an­leg­ar skemmd­ir eft­ir að hafa geng­ist und­ir fitu­fryst­ingu.

Hún seg­ist hafa fengið svo­kallað para­dox­ical adipose hyperplas­ia (PAH). Það hafi eyðilagt lífsviður­væri henn­ar og leitt hana í al­var­legt þung­lyndi. Hún hef­ur nú höfðað skaðabóta­mál.

PAH er lýst sem sjald­gæf­um en slæm­um auka­verk­un­um af fitu­fryst­ingu (cryolipolys­is) þegar fitu­vef­ur­inn bregst við kuld­an­um með því að vaxa frek­ar en skreppa sam­an.

Evang­el­ista, sem er 56 ára, tjáði sig um málið á In­sta­gram: 

„Í dag tók ég stórt skref í því að leita leiða til þess að rétta minn hlut en ég er búin að þjást og halda þessu fyr­ir mig í meira en fimm ár. Marg­ir fylgj­enda minna hafa velt því fyr­ir sér af hverju ég sé ekki að vinna á meðan fer­ill jafn­aldra minna virðist blómstra.

Ástæðan er að ég varð hræðilega af­mynduð eft­ir Zelt­iq CoolSculp­t­ing sem gerði það gagn­stæða við það sem var lofað. Það bætti í fitu­frum­ur mín­ar en dró ekki úr þeim og skildi mig eft­ir af­myndaða til fram­búðar, jafn­vel eft­ir að hafa farið í tvær sárs­auka­full­ar og mis­heppnaðar aðgerðir til þess að laga mig. Eins og fjöl­miðlar hafa lýst, þá er ég óþekkj­an­leg.

Eng­inn gerði mér grein fyr­ir áhætt­unni sem gæti fal­ist í aðgerðinni. PAH hef­ur orðið til þess að ég hef misst lífsviður­væri mitt og ég er orðin afar þung­lynd, finn fyr­ir mik­illi sorg og sjálfs­h­atri. Í þessu ferli hef ég orðið ein­ræn.“

CoolSculp­t­ing er vörumerki fyr­ir cryolipolys­is, sem er vin­sæl fitu­fryst­ing­araðferð. Aðgerðin á að frysta fitu­frum­ur og drepa þær. Þær skol­ast síðan út úr lík­am­an­um í gegn­um lifr­ina. Sagt er að minna en eitt pró­sent ein­stak­linga fái PAH í kjöl­farið. 

Linda Evangelista hefur ekki deilt mynd af sér opinberlega síðan …
Linda Evang­el­ista hef­ur ekki deilt mynd af sér op­in­ber­lega síðan árið 2019. Hún seg­ist vera var­an­lega af­mynduð. Skjá­skot/​In­sta­gram
Linda Evangelista var með glæsilegustu fyrirsætum heims. Nú segist hún …
Linda Evang­el­ista var með glæsi­leg­ustu fyr­ir­sæt­um heims. Nú seg­ist hún vera var­an­lega af­mynduð, hætti sér ekki út meðal fólks og geti ekki unnið. AFP




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda