Hollywoodstjarnan Michelle Yeoh var glæsileg í síðkjól með stóra hringeyrnalokka frá skartgripamerkinu Moussaieff þegar hún mætti á frumsýningu nýjustu James Bond-myndarinnar í Lundúnum í vikunni. Skartgripamerkið Moussaieff er í eigu fjölskyldu Dorritar Moussaieff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands.
Yeoh sem er frá Malasíu hóf Hollywoodferilinn í James Bond-mynd. Hún fór með hlutverk Wai Lin á moti Pierce Brosnan í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Margir muna einnig eftir henni úr myndinni Crazy Rich Asians.
Leikkonan sem og skartgripafyrirtækið greina frá því hvaðan eyrnalokkarnir eru á samfélagsmiðlum sínum. Skartgripir frá fyrirtækinu eru vinsælir á rauða dreglinum en leikkonan Maria Bakalova var með skartgripi frá Moussaieff á Óskarsverðlaunahátíðinni í apríl.
Yeoh sat meðal annars hjá stórleikkonunni Judi Dench á Bond-myndinni sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntinu. Hún er í hópi Íslandsvina en hún kom til landsins í sumar til að taka upp netflixþættina The Witcher: Blood Original. Hún nýtti ferðina vel og ferðaðist um landið, fór í Bláa lónið, skoðað Geysi, fór til Vestmannaeyja og í hvalaskoðun.