Spókaði sig um með lokka frá fjölskyldu Dorritar

Leikkonan Michelle Yeoh birti mynd af sér af frumsýningu James …
Leikkonan Michelle Yeoh birti mynd af sér af frumsýningu James Bond-myndarinnar með eyrnalokka frá Moussai­eff. Skjáskot/Instagram

Hollywoodstjarnan Michelle Yeoh var glæsileg í síðkjól með stóra hringeyrnalokka frá skartgripamerkinu Moussai­eff þegar hún mætti á frumsýningu nýjustu James Bond-myndarinnar í Lundúnum í vikunni. Skartgripamerkið Moussai­eff er í eigu fjölskyldu Dorritar Moussai­eff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Yeoh sem er frá Malasíu hóf Hollywoodferilinn í James Bond-mynd. Hún fór með hlutverk  Wai Lin á moti Pierce Brosnan í Bond-myndinni Tomorrow Never Dies. Margir muna einnig eftir henni úr myndinni Crazy Rich Asi­ans.

Michelle Yeoh á leið á frumsýningu með eyrnalokka og grímu.
Michelle Yeoh á leið á frumsýningu með eyrnalokka og grímu. Skjáskot/Instagram

Leikkonan sem og skartgripafyrirtækið greina frá því hvaðan eyrnalokkarnir eru á samfélagsmiðlum sínum. Skartgripir frá fyrirtækinu eru vinsælir á rauða dreglinum en leik­kon­an Maria Bakalova var með skartgripi frá Moussai­eff á Óskarsverðlaunahátíðinni í apríl. 

Yeoh sat meðal annars hjá stórleikkonunni Judi Dench á Bond-myndinni sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntinu. Hún er í hópi Íslandsvina en hún kom til landsins í sumar til að taka upp net­flixþættina The Witcher: Blood Orig­inal. Hún nýtti ferðina vel og ferðaðist um landið, fór í Bláa lónið, skoðað Geysi, fór til Vest­manna­eyja og í hvala­skoðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda