Íslenska Amish fólkið

Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla.
Linda Björg Árnadóttir hönnuður og eigandi Scintilla. Ljósmynd/Saga Sig

Það hefur borið á því í íslenski samfélagi að fram hafi sigið menn sem vilja að nýbyggingar í miðbænum líti út eins og byggingar sem voru byggðar í kringum 1850.

Nýlega hitti ég einn af þessum mönnum (ég hef ekki hitt neina konu með þessa skoðun) á bar og hann talaði mikið um hinn frábæra danska arkitekt Nicolai Eigtved sem hannaði meðal annars Viðeyjarstofu og vildi hann að allar nýbyggingar, allavega í miðbænum yrðu hannaðar í þessum stíl og helst af Eigtved sjálfum, en hann er auðvitað dauður.

Manni setur auðvita hljóðan þegar maður heyrir svona málflutning. Átta menn sig ekki á því hvernig manngerðir hlutir verða til, hvort sem það eru byggingar, lög frá alþingi eða bókmenntir. Allt sem maðurinn gerir endurspeglar samfélagið, hugmyndir og viðhorf sem eru ríkjandi á hverjum tíma.

Það er ekkert hægt að fara aftur í tíman og hanga í einhverjum gömlum hugmyndum að eigin vali og hafna framgangi nýrra hugmynda í einhverjum ákveðnum geira. Það er eins og fólk haldi, og það er ansi oft sem ég rek mig á það þessa dagana, að hlutir og hús komi úr einhverjum pöntunarlista frá guði og að ekkert fólk komi að gerð þeirra. Það er alveg ljóst að ef Nicolai Eigtved væri að hanna hús í Reykjavik í dag þá myndi hann hanna Norrænan nútímaarkitektúr.

Það eru til hópar manna og kvenna sem hafa ákveðið á einhverjum tímapunkti að hafna allri framþróun nýrra hugmynda og þannig stöðva í raun tímann í sínu samfélagi.

Frægast er Amish fólkið sem einn daginn ákváðu að allt nýtt væri ekki gott. En þau ákváðu þetta á einhverjum ákveðnum tíma en fóru ekki aftur á bak í tímann, eins og þessir íslensku menn vilja gera með húsbyggingar. Til þess að gera það, þá þarf að finna upp tímavélina.

Það sem er líka sláandi, er hvað fólk sem hefur þessa skoðun hefur lítinn skilning á, og ber littla virðingu fyrir, því skapandi ferli sem er undafari byggingar og annarra manngerðra hluta. Það þarf að taka tillit til ótal þátta þegar sköpuð er bygging eða annað ásamt því að hanna útlit sem er rétt og stundum framsækið fyrir hvern tíma. Þessir menn eru líklega með neikvætt ímyndunarafl og hafa aldrei búið til neitt.

Byggingar eru eins og fatnaður og í raun allt sem maðurinn gerir. Þegar hugmyndir breytast í samfélögum þá breytast byggingar og föt og allt sem maðurinn gerir. Þegar litið er til baka í söguna þá er hægt að lesa í, út frá útliti, stíl og „fúnksjón“ manngerðra hluta hvernig samfélagið var á hverjum tíma.

Hvernig væri það nú ef að þessir menn vildu eitthvað annað tímabil en 1850 sem við ættum að hverfa til baka til eins til dæmis tíma Egypta og krefðust þess að við myndum byggja pýramída hér úti um allt? Eða bara að við sendum Gleðibankann alltaf í Evróvision? Nei, tíminn er línulaga ferli sem að fer frá fortíð til framtíðar, því verður ekki breytt.

Menningin, skapandi greinar og listin verður að vera frjáls og að hafa rými til þess að þróast, vaxa og dafna. Okkur er ekki að fara að líka allt sem kemur úr þeim jarðvegi en eitthvað sem er ekki frábært getur leitt af sér tæra snilld. Horfum jákvæð til framtíðar!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál