Svona verður þú langflottust um jólin

Sara Björk Þorsteinsdóttir förðunarfræðingur og ljósmyndari sýnir okkur hvernig best er að farða sig um jólin. Hún farðaði Rósu Maríu Árnadóttur með sínum uppáhaldssnyrtivörum, aðferðum og förðunarráðum fyrir komandi hátíð. Sara Björk notaði Advanced Youth Watery Oil frá Guerlain á andlit Rósu Maríu. Um er að ræða töfrablöndu af rakavatni, olíu og serumi.

„Ég set nokkra dropa í lófann, nudda höndunum saman og pressa á hreina húðina,“ segir Sara Björk. Því næst bar hún Double Serum Eye frá Clarins á augnsvæðið. Um er að ræða augnkrem sem veitir raka, fyrirbyggir hinar fínustu línur og viðheldur æskuljóma. Sara Björk segir að það sé mikilvægt að gleyma ekki sólarvörninni þótt hitastigið sé við frostmark. Hún notaði SOS UV Primer SPF 30 og segir að það sé mikilvægt að gleyma ekki þessari sólarvörn í jólatörninni.

„Þessi er mikilvæg allan ársins hring, rakagefandi og framkallar perluljóma sem birtist í gegnum förðunina,“ segir hún.

Sólarvörn í jólatörn!

Þegar sólarvörnin var komin á andlitið var komið að farðanum. Sara Björk notaði Skin Illusion Velvet frá Clarins en að hennar mati er það farði sem hylur vel en er léttur eins og serum. Svo setti hún Shiseido Synchro Skin Self Refreshing Tint SPF 20 en hún notar þann farða eins og „bronzing gel“. „Ég setti hann á hæstu punktana á andlitinu; enni, kinnbein, nefbein og augnbein fyrir frískandi sólkysst og náttúrulegt útlit.“

Le Correcteur de Chanel-hyljarinn gerir vandamálin ósýnileg að mati Söru Bjarkar.

„Þessi hyljari getur framkallað allt sem maður óskar sér – hvort sem það er fullkomin húð, góður nætursvefn eða hærri kinnbein. Það þarf alls ekki mikið!“

Chanel hringir inn jólaaugun!

Um jólin er gaman að hafa augun svolítið mikið förðuð. Sara Björk notaði nýjustu litapallettuna frá Chanel, Les Ombres N°5.

„Jólalínan frá Chanel er einstaklega falleg í ár. Augnskuggapallettan samanstendur af fjórum sanseruðum augnskuggum sem framkalla glitrandi gyllta tóna. Ég notaði brúnan augnblýant á Rósu fyrst til að mynda dýpt í augnförðunina og blandaði honum út í „smokey eyeliner“ með litlum bursta. Síðan byrjaði ég á dekksta litnum í pallettunni (í ytri augnkrók) og vann mig í áttina að ljósasta (í innri augnkrók),“ segir hún.

Það er engin förðun fullkomin nema státa af þykkum og fallegum augnhárum. Þá kom Supra Lift & Curl Mascara frá Clarins til bjargar en hann er svokallaður „lash lift“ maskari sem brettir augnhárin og veitir þeim sýnilega lyftingu ásamt blautum eyeliner sáu til þess að toppa augnförðunina!

Í blálokin setti Sara Björk Shiseido LipLiner InkDuo 09 Scarlet + Rouge G Luxurious Velvet N°555 á varirnar.

„Þetta er skothelt varakombó sem helst á allt jólaglöggið! Ég notaði varalitinn líka sem kinnalit til að mynda frísklegt heildarlúkk. Rósa-varir og rósa-kinnar setja jólakúluna yfir i-ið að mínu mati.“

Smartland Mörtu Maríu og Box Magasín ætla að gefa tveimur heppnum lesendum förðunarpakka sem inniheldur allt sem þú þarft fyrir hátíðirnar. 

Í pakkanum er Guerlain - Advanced Youth Watery Oil. Clarins - Double Serum Eye. Clarins - SOS UV Primer SPF30. Clarins - Skin Illusion Velvet. Shiseido - Synchro Skin Self Refreshing Tint SPF 20. Chanel - Le Correcteur. Chanel - Les Ombres N°5. Clarins - Waterproof Eye Pencil Chestnut. Guerlain - Mad Eyes Eyeliner. Clarins - Supra Lift & Curl Mascara. Shiseido LipLiner InkDuo Scarlet og Guerlain - Rouge G Luxurious Velvet N°555. 

Það eina sem þú þarft að gera er að fylgja Smartlandi á Instagram og merkja þann sem á skilið að fá líka svona fínerí. Það getur verið besta vinkona þín, systir þín, frænka þín, amma þín eða bara þeim sem þér þykir vænt um. Desember er mánuður kærleikans og gleðinnar! 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda