Hætti við læknisfræðina og fór að hanna föt

Enok Máni Arnaldsson hannar föt í Suður-Frakklandi ásamt því að …
Enok Máni Arnaldsson hannar föt í Suður-Frakklandi ásamt því að stunda nám í viðskiptafræði. Ljósmynd/Aðsend

Enok Máni Arnaldsson er 21 árs Íslendingur sem býr í Montpellier í Suður-Frakklandi. Enok sem fæddist á Íslandi flutti til Frakklands fimm ára gamall stundar nám í viðskiptafræði við Montpellier Business School. Ásamt náminu sinnir Enok ástríðu sinni, fatahönnun. Hann hannar mynstur á boli og peysur en hann selur vörur sínar undir nafninu floVer*boy meðal annars í gegnum samfélagsmiðlana TikTok og Instagram.

„Við fluttum til Frakklands 2005 þegar pabbi minn fór í MBA nám í Montpellier Business School hér í Suður-Frakklandi, sama skóla og ég er í núna,“ segir Enok um ástæðu þess að fjölskyldan flutti út. Það má segja að hann hafi því fengið alþjóðlegt uppeldi í Frakklandi en faðir Enoks er íslenskur og móðir hans er hálf íslensk og hálf alsírsk. „Við ætluðum bara að vera í eitt ár en svo ákváðum við að vera lengur af því það er svo gaman að vera í Suður-Frakklandi.“

„Við bjuggum í París á árunum 2015 til 2018. Svo ákvað ég að byrja í læknisfræði eftir menntaskóla og besti læknisfræðiskólinn var í Suður-Frakklandi þannig að við fluttum til baka. En ég hætti við. Ég fílaði ekki læknisfræðina og þá ákvað ég að byrja í viðskiptafræði,“ segir Enok. Áður en hann setti stefnuna á viðskiptafræði tók hann sér árs hlé frá námi og íhugaði að fara í listnám eða arkitektúr. Móðir hans er listakona svo listin er honum í blóð borin. Hann ákvað þó að hafa listina bara til hliðar og fá myndflistarhæfileikar hans nú að njóta sín á fötunum hans.

Ljósmynd/Aðsend

Enok hannar bæði myndir og munstur á föt. „Þetta byrjaði þannig að ég var alltaf að teikna og mig langaði að hafa myndirnar mínar á fötunum mínum. Ég byrjaði að sauma mynstur á bolina mína. Allir sem sáu bolina mína vildu kaupa boli en það tók svo langan tíma að sauma hvern einasta bol og ég nennti því ekki alveg. Ég var þess vegna bara með þetta til hliðar. Það var svo í fyrsta útgöngubanninu árið 2020 að ég var mikið á TikTok og sá þar aðferðir við að prenta á föt. Þá fann ég að að það var hægt að gera það auðveldlega með „screenprinting“ og ákvað að gera það þannig,” segir Enok. Með prenttækninni gat hann fjöldaframleitt hönnun sína.

„Ég hef alltaf spáð mikið í tísku, sérstaklega eftir að við fluttum til Parísar,” segir Enok. Parísar er stundum kölluð tískuhöfuðborg heimsins og ekki af ástæðulausu. Enok segir fólk þar í borg klæða sig mjög fallega. „Þú sérð mikinn mun þegar þú ert í Suður-Frakklandi og í París.“

Ljósmynd/Aðsend

Enok setti fyrstu línuna sína í sölu fyrr á þessu ári undir nafninu floVer*boy. Línan seldist upp hratt.

„Ég hef alltaf elskað blóm en finnst þreytt þessi klisja að blóm tengist bara konum. Ég vildi því brjóta upp staðalímyndina og tengja saman blóm og strák. Upprunalega hugmyndin mín var reyndar „certified flower boy“ en Drake var á sama tíma að fara að gefa út plötu sem heitir „certified lover boy“ þannig að ég breytti nafninu. Ég vinna alla mína boli og hettupeysur sjálfur í höndunum. Ég kaupi hágæða umhverfisvæna boli úr lífrænni bómull sem ég handprenta svo eftir pöntunum í litlu heimavinnustofunni minni.

Mamma er myndlistarkona svo ég ólst upp í mjög listrænu umhverfi. Það fékk mig til að vilja mála allt sjálfur í stað þess að fara í gegnum fyrirtæki með fjöldaframleiðslu. Fyrsta línan mín seldist upp á þremur dögum eingöngu með því að auglýsa í gegnum TikTok og Instagram! Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mörgum líkaði það sem ég var að gera og mér finnst ég hafa náð að snerta einhverja taug í fólki,“ segir Enok. 

Ljósmynd/Aðsend

„Í kjölfarið á fyrstu línunni komu svo fjölmargar fyrirspurnir um floVer*girl. Ég sótti hugmyndir í skissu frá Matisse og floVer*girl varð að veruleika. Með hverri nýrri línu hanna ég ný mótíf ásamt því að bjóða nýja liti á fyrstu floVer*boy línunni. Ég byrjaði á ljósbláum, rauðum og bleikum og bætti svo við gulum, dökkbláum og túrkisbláum sem glóir í myrkri. Ég er nú stoltur að kynna þriðju línuna mína og þá sérstaklega hettupeysurnar sem ég kalla „Toi et Moi“ eða „Þú og ég“. Þar er smá tenging í franska dúettinn Paradis og lagið þeirra Toi et Moi,“ segir Enok. 

„Það að fjárfesta í vistvænum gæðaefnum skiptir miklu máli fyrir mig til að ég geti verið sáttur við það sem ég læt frá mér. Til þess að undirstrika það sem og til þess að afnema sem mest plast þá fylgir floVer boy tote-taska með handgerðu lógói hverri vöru sem verslað er af mér. Það er mín leið til fólks til þess að fá það til þess hugsa vel um jörðina okkar,” segir Enok að lokum.

View this post on Instagram

A post shared by floVer* boy (@flov3rboy)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál