Taska Línu Birgittu kostaði 750 þúsund

Gummi kíró og Lína Birgitta Sigurðardóttir í Gucci-fötum. Hann er …
Gummi kíró og Lína Birgitta Sigurðardóttir í Gucci-fötum. Hann er með Dior-tösku en hún Chanel-tösku. Chanel 19-taksan kostaði mjög mikið.

Athafnakonan Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir hefur átt margar fallegar merkjatöskur. Taska frá franska tískuhúsinu Chanel kostaði heldur betur skildinginn en Lína Birgitta greindi frá því á Instagram að taskan hefði kostað 750 þúsund krónur. 

Lína Birgitta svaraði spurningum fylgjenda sinna um helgina. Þar var hún spurð hvað Chanel 19-taskan hennar kostaði og hún svaraði af hreinskilni. „Hún er viðbjóðslega dýr en er orðin enn dýrari núna,“ skrifaði instagramstjarnan. „Ég elska hana & er svo ánægð!“

Taska af gerðinni Chanel 19.
Taska af gerðinni Chanel 19. Ljósmynd/Chanel

Lína Birgitta sagði fylgjendum sínum að hún þekkti vel hvernig væri að eiga lítið af peningum og hvernig væri að þéna mikið. „Til að hafa þetta stutt þá veit ég hvernig er að þéna góða peninga og ég veit hvernig það er að eiga ekki krónu og geta ekki borgað eitt né neitt. En það er ekki langt síðan ég gat ekki greitt leigu af íbúð sem ég var að leigja og sú tilfinning var viðbjóður,“ skrifaði Lína Birgitta sem ætlar sér ekki að upplifa skort né peningaleysi aftur. 

Lína Birgitta svaraði spurningum fylgjenda sinna.
Lína Birgitta svaraði spurningum fylgjenda sinna. Skjáskot/Instagram
Lína Birgitta fékk spurningu um fjármál.
Lína Birgitta fékk spurningu um fjármál. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda