Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem fór í augnlokaðagerð fyrir tíu árum og veltir fyrir sér hvort það sé eitthvað hægt að laga annað augnlokið.
Sæl Þórdís.
Ég fór í augnlokaaðgerð fyrir um það bil tíu árum og nú finnst mér annað augnlokið aftur orðið sigið þannig að það auga virðist minna en hitt. Er hægt að fara aftur í svona augnlokaaðgerð?
Fyrirfram þakkir,
Jóhanna
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Það er ekki óalgengt að fara oftar en einu sinni á ævinni í efri augnloka aðgerð. Hvort það sé möguleiki eða ekki fer eftir því meðal annars hve langt er á milli augabrúna og fyrri augnlokaskurðar. Augabrúnin má ekki vera of neðarlega og hún veldur því oft að augnlokin hafa sigið aftur. Því þarf stundum að lyfta augabrúninni til þess lagfæra efri augnlok.
Ég ráðlegg þér að hafa samband við lýtalækni og skoða þína möguleika.
Gangi þér og með bestu kveðjum,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.