Hvaðan kemur þessi græni kjóll?

Hér erum við Líf Magneudóttir heima hjá henni í Vesturbænum …
Hér erum við Líf Magneudóttir heima hjá henni í Vesturbænum þegar ég heimsótti hana.

Les­end­ur eru dug­leg­ir að leita ráða hjá mér um allt milli him­ins og jarðar. Auðvitað er ekki hægt að svara öll­um spurn­ing­um en ég hef þó reynt að gera það eft­ir bestu getu. Hér kem­ur spurning frá konu sem vildi fá að vita hvaðan græni kjóllinn væri. 

Hæ Marta María. 

Ég var að horfa á Heimilislífsþáttinn hjá Líf Magneudóttur. Hvar fær maður svona geggjaðan grænan kjól sem þú varst í í nýjasta þættinum?

Kveðja, 

G 

Svona lítur kjóllinn út á gínu.
Svona lítur kjóllinn út á gínu.

Sæl og blessuð G. 

Takk fyrir spurninguna. Þessi kjóll var keyptur fyrir nokkrum árum hjá LK Bennet, sem er þekkt nafn í breska tískuheiminum. Þetta merki er í miklu uppáhaldi hjá mér því kjólarnir frá merkinu eru klassískir og hægt að nota ár eftir ár. Ég hef stundum keypt kjóla frá merkinu ef ég er stödd í Bretlandi en nýlega komst ég að því að þeir senda líka til Íslands í gegnum vefsíðu sína og varan er komin á leiðarenda á nokkrum dögum. 

LK stendur fyrir Linda Kristín en eigandi tískuhússins er hálfíslensk. Hún opnaði fyrstu verslunina 1990 og síðan þá hefur viðskiptaveldi hennar vaxið og dafnað. Í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins árið 2006 sagði Linda Kristín frá því að hún sækti innblástur til Íslands. Þar kemur líka fram að hún hafi hannað brúðarskó Camillu Parker Bowles þegar hún giftist Karli Bretaprinsi. 

Í dag er merkið vinsælt hjá Katrínu hertogaynju af Cambridge en hún hefur oft sést í kjólum frá merkinu og líka skóm. Það sem mér finnst fallegt er hvað kjólarnir eru vel sniðnir og úr góðum efnum. 

Kær kveðja, 

Marta María 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent spurningu HÉR. 

Mikið var um dýrðir þegar Karl Bretaprins og Camilla gengu …
Mikið var um dýrðir þegar Karl Bretaprins og Camilla gengu í hónaband. Brúðhjónin stilltu sér upp fyrir ljósmyndara í Windsor-kastalanum. Því miður sjást LK Bennet skórnir ekki vel á þessari mynd. HO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda