Herrafataverslun Birgis lokar

Herrafataverslun Birgis lokar hinn 28. febrúar næstkomandi.
Herrafataverslun Birgis lokar hinn 28. febrúar næstkomandi. Ljósmynd/Facebook

Herrafataverslun Birgis mun loka hinn 28. febrúar næstkomandi. Birgir Georgsson, eigandi verslunarinnar, greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu verslunarinnar. Birgir greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir nokkrum árum og segir þrekið nú vera búið. 

„Eins og mörg ykkar vita greindist ég með Parkinson fyrir nokkrum árum og nú er þrekið búið. Vegna þessa hef ég ákveðið að loka versluninni þann 28. febrúar. Okkur búðinni langar að bjóða okkar góðu og tryggu viðskiptavinum sem staðið hafa með okkur í hartnær 32 ár, að koma í eina síðustu heimsókn. Það er mörgum sem ber að þakka, ekki síst eiginkonum ykkar sem hafa drifið ykkur á staðinn,“ skrifar Birgir í færslu sinni. 

Í versluninni verður 60% afsláttur af öllum vörum frá og með morgundeginum. 

Birgir Georgsson (t.h.) ásamt Sveinbirni Birgissyni (t.v.) og Guðjóni Hafsteini …
Birgir Georgsson (t.h.) ásamt Sveinbirni Birgissyni (t.v.) og Guðjóni Hafsteini Guðmundssyni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda