Kynþokkafull „límbands undirföt“ vekja heimsathygli

Joel Alvarez græjar eitt stykki límbands bikiní á fyrirsætu.
Joel Alvarez græjar eitt stykki límbands bikiní á fyrirsætu. Skjáskot/Instagram

Tískuvikan í New York er í fullum skrúða þessa dagana. Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli og jafnframt slegið í gegn á hátíðinni eru sund- og nærföt sem gerð eru úr límbandi.

Um liðna helgi mátti sjá fyrirsætur ganga um tískupallana í engu nema með límbandsteip límt fyrir einkasvæðin. Um afar óhefðbundið sund- og nærafataefni er að ræða en það er Joel Alvarez hjá The Black Tape Project sem er heilinn á bak við hönnunina.  

Mörgum hryllir við tilhugsunina um það hvernig afklæðast eigi límbands undirfötunum. Samkvæmt fréttamiðlinum Daily Star er það líklega ekki alls kostar sársaukalaust.

The Black Tape Project er með yfir 560 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram en þar má sjá fjöldann allan af kynþokkafullum límbands undirfötum. Sund- og nærfötin er hægt að fá í alls kyns mynstrum og formum og einnig í öllum regnbogans litum. Vinsældir slíkra undirfata virðast vera að færast í aukana ef marka má fjölda fylgjenda og myndefnið á miðlinum.

Joel Alvarez ásamt fríðum fyrirsætum The Black Tape Project.
Joel Alvarez ásamt fríðum fyrirsætum The Black Tape Project. Skjáskot/Instagram
Teip og skæri er allt sem þarf.
Teip og skæri er allt sem þarf. Skjáskot/Instagram
Joel Alvarez leikur sér með form, liti og mynstur.
Joel Alvarez leikur sér með form, liti og mynstur. Skjáskot/Instagram




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda