Er hætt að fela sig þrátt fyrir hryllinginn

Linda Evangelista áður en hún fór í meðferðirnar.
Linda Evangelista áður en hún fór í meðferðirnar. AFP

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Linda Evang­el­ista hef­ur nán­ast verið í ein­angr­un síðastliðin fimm ár þar sem hún hlaut var­an­leg­an skaða af fitu­fryst­ingu sem hún fór í. Fyr­ir­sæt­an sem var ein sú eftir­ótt­asta á tí­unda ára­tugn­um seg­ist vera hætt að fela sig. 

Evang­el­ista seg­ist hafa hlotið lík­am­leg­an og til­finn­inga­leg­an skaða af fitu­fryst­ingu og fór í sept­em­ber í mál við fyr­ir­tækið Zelt­iq Aesthetics. Hún fór í sjö meðferðir hjá dótt­ur­fyr­ir­tæki Zelt­iq Aesthetics á ár­un­um 2015 til 2016 með öm­ur­leg­um af­leiðing­um. 

„Ég elskaði að vera á tískupall­in­um. Núna þoli ég ekki að hitta ein­hvern sem ég þekki,“ sagði Evang­el­ista í viðtali við People með tár­in í aug­un­um. „Ég get ekki lifað svona leng­ur, í fel­um og í skömm. Ég gat bara ekki lifað með þess­um sárs­auka. Ég er til­bú­in til þess að segja frá.“

Hún seg­ist hafa fengið svo­kallað para­dox­ical adipose hyperplas­ia (PAH). PAH er lýst sem sjald­gæf­um en slæm­um auka­verk­un­um af fitu­fryst­ingu (cryolipolys­is) þegar fitu­vef­ur­inn bregst við kuld­an­um með því að vaxa frek­ar en skreppa sam­an.

Linda Evangelista var ein frægasta fyrirsæta í heimi.
Linda Evang­el­ista var ein fræg­asta fyr­ir­sæta í heimi. AFP

Evang­el­ista fór í fyrstu mynda­tök­una í mörg ár fyr­ir út­gáfu People. Hingað til hef­ur hún meira að segja forðast að horf­ast í speg­il. „Ég horfi ekki í speg­il,“ seg­ir fyr­ir­sæt­an sem seg­ir speg­il­mynd sína ekki líkj­ast sér. Hún seg­ist ekki getað lagt hand­leggi sína með hliðum sín­um og ef­ast um að hönnuðir vilji klæða hana þannig. Á einni mynd má sjá fitu­kepp skjót­ast und­an handakrika henn­ar sem er af­leiðing meðferðanna. 

Linda Evang­el­ista í dag er mjög ólík Lindu Evang­el­ista sem varð heims­fræg fyr­ir 30 árum. Hún sat á 700 forsíðum á ferli sín­um og var í sér­stöku upp­á­haldi hjá Karl Lag­er­feld. Anna Wintour, rit­stjóri banda­ríska Vogue, seg­ir við People að eng­inn fyr­ir­sæta hafi verið eins mik­il of­ur­fyr­ir­sæta og Evang­el­ista en hún prýddi tísku­bibl­íu Wintour 11 sinn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda