Stjörnurnar fjölmenntu á rauða dregilinn á Spirit Awards-verðlaunahátíðinni í Kaliforníu um helgina. Nýstirnið Julia Fox lét sig ekki vanta frekar en vanalega og virtist einna helsta vanta efnisbúta í kjólinn sem hún klæddist.
Ósamhverfi kjóllinn sem Fox klæddist er frá merkinu No Sesso sem er ítalska og þýðir ekkert kyn. Kjóllinn er óvenjulegur og efnislítill. Það er eins það er eins og það vanti helminginn af kjólnum. Svartur pínulítill brjóstahaldari er sýnilegur og vekur stórt gat á kjólnum athygli. Fatamerkið var stofnað í Los Angeles og er meðal annars í uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Gabrielle Union.
Aðrar stjörnur tóku ekki jafnmikla áhættu og var leikkonan og leikstjórinn Maggie Gyllenhaal í töluvert ömmulegri fötum frá Gucci.
Chanel-prinsessan Kristen Stewart var glæsileg í buxum og bol frá franska merkinu.
Euphoria-leikkonan Sydney Sweeney var elegant í klassískum kjól frá Miu Miu.