Í óvenjulegum og efnislitlum kjól

Julia Fox vakti athygli á rauða dreglinum.
Julia Fox vakti athygli á rauða dreglinum. AFP

Stjörnurnar fjölmenntu á rauða dregilinn á Spirit Awards-verðlaunahátíðinni í Kaliforníu um helgina. Nýstirnið Julia Fox lét sig ekki vanta frekar en vanalega og virtist einna helsta vanta efnisbúta í kjólinn sem hún klæddist. 

Ósamhverfi kjóllinn sem Fox klæddist er frá merkinu No Sesso sem er ítalska og þýðir ekkert kyn. Kjóllinn er óvenjulegur og efnislítill. Það er eins það er eins og það vanti helminginn af kjólnum. Svartur pínulítill brjóstahaldari er sýnilegur og vekur stórt gat á kjólnum athygli. Fatamerkið var stofnað í Los Angeles og er meðal annars í uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Gabrielle Union. 

Julia Fox í kjól frá No Sesso.
Julia Fox í kjól frá No Sesso. AFP

Aðrar stjörnur tóku ekki jafnmikla áhættu og var leikkonan og leikstjórinn Maggie Gyllenhaal í töluvert ömmulegri fötum frá Gucci.

Leikstjórinn Maggie Gyllenhaal í Gucci.
Leikstjórinn Maggie Gyllenhaal í Gucci. AFP

Chanel-prinsessan Kristen Stewart var glæsileg í buxum og bol frá franska merkinu.

Kristen Stewart í Chanel.
Kristen Stewart í Chanel. AFP

Euphoria-leikkonan Sydney Sweeney var elegant í klassískum kjól frá Miu Miu. 

Leikkonan Sydney Sweeney í kjól frá Miu Miu.
Leikkonan Sydney Sweeney í kjól frá Miu Miu. AFP
Lily James í fötum frá Del Core Fall.
Lily James í fötum frá Del Core Fall. AFP
Taika Waititi í laxableiku.
Taika Waititi í laxableiku. AFP
Daisy Edgar-Jones úr Flesh í svörtum síðkjól.
Daisy Edgar-Jones úr Flesh í svörtum síðkjól. AFP
Listamaðurinn David Choe í einstökum skóm.
Listamaðurinn David Choe í einstökum skóm. AFP
Jennifer Beals sýndi Úkraínu stuðning í fötum frá Gucci.
Jennifer Beals sýndi Úkraínu stuðning í fötum frá Gucci. AFP
Leikkonan Michelle Yeoh var glæsileg.
Leikkonan Michelle Yeoh var glæsileg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda