Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson, sem meðal annars er þekktur fyrir að skarta íburðarmiklu, krulluðu hári, er sem nýr maður eftir að hann rakaði af sér hárið.
Bragi sýndi nýju klippinguna á Twitter nú í morgun. „Vor í lofti. Gekk í verkið. Rúinn inn að skinni,“ skrifaði Bragi við myndaseríuna.
Bragi hefur gert það gott á ritvellinum undanfarin ár en nú fyrir jólin kom út hans önnur skáldsaga, bókin Arnaldur Indriðason deyr, og vakti hún mikla athygli.