Fox spókar sig um í heimagerðum dressum

Julia Fox fer sínar leiðir.
Julia Fox fer sínar leiðir. Samsett mynd

Leikkonan Julia Fox hefur verið iðin við að birta ýmis konar kennslumyndbönd á Instagram-síðu sinni undanfarið. Miðað við myndböndin hefur Fox ákveðið að taka tískuna í sínar eigin hendur þar sem hún hefur verið að breyta og föndra sér fatnað heimavið og deilt afrakstrinum með aðdáendum sínum.

Um daginn tók leikkonan upp á því að breyta uppháum gallabuxum í buxur með lágum streng og efnið sem var afgangs nýtti hún sem topp. Nýjasta afurðin er afklipptur hvítur bolur sem hún klæðist sem tvískiptu dressi. Samskonar toppi og snípsíðu pilsi. Spókaði Fox sig um götur LA-borgar í heimagerða dressinu og hafði toppað það með uppháum leður hönskum, sem helst líktust uppþvottahönskum, og leðurstígvélum sem náðu henni upp að lærum. 

Leikkonan er ekki þekkt fyrir að hylja hold sitt, heldur þvert á móti. Hefur hún verið mjög sýnileg síðustu misseri eða allt frá því að hún og fjöllistamaðurinn Kanye West fóru að stinga saman nefjum um síðustu áramót. Ástarsamband þeirra varði þó stutt en það var varla hafið þegar því skyndilega lauk. Sambandsslitin virðast þó lítið hafa tekið á Fox. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda