Óskarsverðlaunin fara fram á aðfaranótt mánudag. Á meðan verðlaunaafhendingin þykir ekki alveg jafn spennandi og áður fyrr er rauði dregillinn alltaf æsispennandi. Það eru nefnilega líka sigurvegarar á rauða dreglinum eins og myndirnar hér að neðan sína.
Stjörnurnar passa að mæta alltaf glerfínar og oftast í kjólum. Það er jafnvel erfitt að finna myndir af konum sem mæta í buxum á hátíðina. Hvítir kjólar koma alltaf vel út og leit Angelina Jolie út eins og saklaus prinsessa í satín kjól frá Marc Bouwer árið 2004. Það virðist gott að veðja á ljósa tóna og perlur.
Angelina var í hvítum satín kjól frá Marc Bouwer árið 2004.
AP/CHRIS PIZZELLO
Það er sjaldnar sem stjörnurnar taka áhættur á Óskarsverðlaunahátíðinni. Björk Guðmundsdóttir gerði það þó þegar hún mætti í Svanakjól eftir hönnuðinn Marjan Pejoski. Kjóllinn þótti umdeildur á sínum tíma. Í dag sést kjóllinn þó reglulega á listum þar sem farið yfir flottustu kjóla sem stjörnur hafa mætt í á rauða dregilinn.
Svanakjóllinn frá Marjan Pejoski sem Björk klæddist árið 2001 var umdeildur en þykir nú einn flottasti.
mbl.is
Halle Berry fór heim með Óskarinn í sérlega fallegum kjól frá Elie Saab árið 2002.
REUTERS/FRED PROUSER
Kjóllinn sem Lupita Nyong'o klæðist á Óskarnum er úr smiðju Calvin Klein. Hann er þakinn perlum.
AFP
Gwyneth Paltrow var einstaklega glæsileg í hvítum kjól frá Tom Ford árið 2012.
AP/Chris Pizzello
Alicia Vikander tók á móti Óskarsverðlaunum í gulum kjól frá Louis Vuitton árið 2016.
AFP
Leikkonan Gemma Chan var flott í bleikum kjól frá Velentino árið 2019.
AFP/ Frazer Harrison
Reese Witherspoon klæddist gömlum kjól frá Christian Dior þegar hún vann til verðlauna árið 2006.
AP/REED SAXON
Jennifer Lopez í myntugrænum kjól frá Valentino ásamt Ben Affleck árið 2003. Kveikjan að kjólnum var kjóll sem Valentino hannaði fyrir Jacqueline Kennedy árið 1967.
AP/KIM D. JOHNSON
Charlize Theron í Gucci.
AP/LAURA RAUCH