Voru í 680 klukkutíma að sauma kjólinn

Leikkonan Penélope Cruz klæddist sérsaumuðum kjól frá franska tískuhúsinu Chanel þegar hún mætti á Óskarinn á sunnudaginn. Hún var tilnefnd sem besta leikkona ársins fyrir leik sinn í Pedro Almodovar myndinni Parallel Mothers.

Mikil vinna fór í að sauma og hanna hinn fullkomna kjól á Cruz en innblásturinn var sóttur í haust og vetrarlínu Chanel 2020 til 2021. Það tók 680 klukkutíma að sauma kjólinn en hann er handsaumaður að hluta til og mikið listaverk. Það þurfti til dæmis að sauma niður hvern einasta stein sem prýðir kragann. 

Fólk sem hefur vit á saumaskap áttar sig líka á því að það tekur tíma að festa allar tölurnar á sem prýða framhlið kjólsins. Auk þess þarf töluverða kunnáttu til þess að kjóllinn sitji rétt yfir brjóststykkið og fari ekki að kiprast við minnstu hreyfingar. 

Fagmenn franska tískuhússins Chanel eru þó engir viðvaningar og kunna réttu handtökin þegar kemur að vönduðum vinnubrögðum, efnisvali og frágangi. Myndbandið af ferli kjólsins fékk Smartland Mörtu Maríu sent frá tískuhúsinu Chanel í París rétt í þessu.  

Ljósmynd/Virgile Guinard
Ljósmynd/Virgile Guinard
Ljósmynd/Greg Williams
Hárið á leikkonunni var vel blásið og krullaði í endana …
Hárið á leikkonunni var vel blásið og krullaði í endana en hún var einnig með skartgripi frá Chanel. Ljósmynd/Virgile Guinard
Ljósmynd/Virgile Guinard
Ljósmynd/Virgile Guinard
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda