Hvað er er best að gera við unglingabólur?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá móður varðandi bólur á líkama 12 ára dóttur hennar. 

Sæl Jenna. 


12 ára dóttir mín er farin að fá bólur á bringu og bak. Sjálf var ég svona sem barn og er afskaplega upptekin af því að vinna í þessu fljótt, áður en bólurnar aukast. Getur þú gefið mér einhver ráð?

Með góðum kveðjum,

Kolbrún

 

Sæl Kolbrún.

Það er margt hægt að gera við bólum heima fyrir, sérstaklega þegar að bólgurnar í húðinni eru ekki djúpar og aðallega fílapenslar. Ef þessi heimaráð duga ekki til fyrir ykkur mæðgurnar þá mæli ég með að þið leitið til ykkar heimilislæknis eða húðlæknis til að meta hvort hún þurfi lyfjameðferð.

Hér koma nokkur ráð varðandi olíukennda húð sem þið getið byrjað á heima fyrir:

  1. Þrífðu andlitið kvölds og morgna því sviti, húðfita, óhreinindi, mengun og farði eykur líkurnar á kirtlarnir lokist. Notaðu gjarnan húðhreinsivörur sem innihalda salicylicsýru (BHA), glycolicsýru (AHA) eða aðrar ávaxtasýrur en sýrurnar hjálpa til við að fjarlægja dauðar húðfrumur og húðfitu og halda kirtlunum opnum og hreinum. Dæmi um góða húðhreinsa eru Blemish and Age Cleanser gel frá SkinCeuticals (inniheldur bæði salicylic-og glycolicsýru), Salicylic Acid 2% solution frá The Ordinary, Salicylic Acid Cleanser frá The Inkey List eða Salicylic toner frá Neutrogena. Ef bólur og fílapenslar á bakinu, þá tilvalið að nota hreinsinn þar líka og láta liggja á húðinni í 30-90 sekúndur áður en hann er hreinsaður af. 
  2. Notaðu rakakrem sem eru án olíu eða „non-comedogenic“. Yfirleitt stendur á kremunum hvort þau eru ætluð fyrir bóluhúð (acne prone skin) og þá ætti að vera óhætt að nota það. Ef húðin er mjög olíukennd mælum við með serum eða geli, til dæmis Hydrating B5 gel frá SkinCeuticals, Hyaluronic Acid 2%+B5 frá The Ordinary eða Moisture surge gel frá Clinique. Ef þörf er á meiri raka er til dæmis hægt að nota Eucerin Dermopure Adjunctive Smoothing creameða Anti-Acne normalizing face cream frá Pharmaceris. Þá eru þau annað hvort notuð ein og sér, eða borin á húðina eftir serumið.
  3. Ekki klóra í húðina eða kreista bólurnar og farðu varlega í skrúbbmeðferðir og maska þar sem þær meðferðir geta gert bólurnar verri.
  4. Borðaðu hollan og fjölbreyttan mat, mikið af ferskum ávöxtum og grænmeti. Reyndu að halda sykri í lágmarki og forðast fæðubótarefni.
  5. Notaðu krem sem innihalda retinóíða eða retinól á hverjum degi. Best að nota á kvöldin. Retinóíðar/retinóleru kjörmeðferð við bólum og hafa margvísleg áhrif á húðina meðal annars að minnka fitumyndun og minnka áberandi svitaholur eða fitukirtla. Þeir geta einnig dregið úr sýnilegum örum í húð meðal annars bóluörum. Dæmi um retinól sem fást án lyfseðils eru Retinol frá SkinCeuticals (0.3, 0.5 og 1.0%), Retinól 0.3% frá Pharmaceris og Retinol frá The Ordinary. Dæmi um sterkari retinóíða sem fást einungis með lyfseðli eru Differin (Adapalene), Tretinoin 0.05% og Airol (Tretinoin 0.05%).
  6. Komdu því inn í rútínuna þína að nota sólarvörn daglega eða dagkrem með sólarvörn. Passaðu þig á að kaupa sólarvörn sem er ætluð fyrir andlit og forðastu feitar sólarvarnir með olíu því þær eiga það til að stífla kirtla og jafnvel valda bólum. Dæmi um góðar sólarvarnir fyrir olíukennda húð eru Eucerin Mattifying Fluid SPF 50, La Roche Anthelios XLAnti-Shine DryTouch SPF50+og sólarvarnirnar frá SkinCeuticals sem fást bæði án lits (Oil shield Defense SPF 50+) og með lit ( Mineral Radiance UV Defense SPF50).

Kær kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda