Verst klæddu Eurovision-stjörnur allra tíma

Flott eða ljótt?
Flott eða ljótt? Samsett mynd

Besta lagið er ekki eina sem skiptir málið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, það skiptir líka máli að vera smart á sviðinu. Í meira en tvo áratugi hafa æstir aðdáendur valið ljótustu búningana en í ár verður breyting þar ár. Verðlaunin kennd við Barböru Dex hafa verið lögð niður. 

Aðdáendasíðan Songfestivalen.be greindi frá því í mars að Barbara Dex-verðlaunin yrðu ekki afhent í ár. Verðlaunin heita eftir hinni belg­ísku Barböru Dex sem tók þátt í Eurovisi­on fyr­ir Belga árið 1993. Verðlaunin hafa hingað til verið veitt fyrir verst klæddu keppendurnar og þykja almennt neikvæð. Rauði samfestingurinn sem Selma Björnsdóttir klæddist í Kænugarði árið 2005 sló ekki í gegn og lenti í öðru sæti hjá verðlaunanefndinni það árið. 

Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Selma …
Íslendingar komust ekki áfram í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Selma Björnsdóttir þótti hins vegar standa sig vel. mbl.is/Sverrir

Songfestivalen.be tók yfir verðlaunin árið 2017 og reyndi að endurskapa ímynd þeirra með því að breyta orðræðunni í kringum verðlaunin. Í stað þess að velja verstu búningana var reynt að velja athyglisverðustu búningana.

Nýju verðlaunin heita You're A Vision-verðlaunina og eiga að vera á jákvæðum nótum. Verðlaunin verða veitt fyrir búninga sem vekja athygli, segja sögu og hafa einhverja þýðingu. 

Í tilefni breyttra og jákvæðari tíma er um að gera að fara yfir búninga sem hafa vakið sérstaka athygli verðlaunanefndar Barböru Dax í gegnum tíðina.

Andreas Andresen Haukeland eða Tix frá Noregi var í skrautlegum …
Andreas Andresen Haukeland eða Tix frá Noregi var í skrautlegum fötum árið 2021. AFP
Conan Osiris frá Portúgal þótti ekki í flottum fötum árið …
Conan Osiris frá Portúgal þótti ekki í flottum fötum árið 2019. AFP
Bleiki kjóllinn sem söngkona Norður-Makedóníu klæddist árið 2018 var umdeildur.
Bleiki kjóllinn sem söngkona Norður-Makedóníu klæddist árið 2018 var umdeildur. Skjáskot/Instagram
Slavko Kalezic frá Svartfjallalandi flytur lagið sitt Space í furðulegum …
Slavko Kalezic frá Svartfjallalandi flytur lagið sitt Space í furðulegum búning árið 2017. AFP
Tónlistarkonan Nina Kraljić keppti fyrir hönd Króatíu árið 2016. Hún …
Tónlistarkonan Nina Kraljić keppti fyrir hönd Króatíu árið 2016. Hún skipti um búning í miðju atriði en þrátt fyrir að vera í tveimur búningum náði hún ekki að heilla áhorfendur. Skjáskot/Youtube
Trijntje Oosterhuis keppti fyrir hönd Hollands árið 2015 og fékk …
Trijntje Oosterhuis keppti fyrir hönd Hollands árið 2015 og fékk ekki hrós fyrir búninginn. Skjáskot/Youtube
Milan Stanković kom fram fyrir hönd Serbíu árið 2010. Blái …
Milan Stanković kom fram fyrir hönd Serbíu árið 2010. Blái jakkinn þótti ekki flottur. Skjáskot/Youtube
Verka Serduchka var í áhugaverðum búning árið 2007.
Verka Serduchka var í áhugaverðum búning árið 2007. Reuters
Portúgal árið 2006.
Portúgal árið 2006. Skjáskot/Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál