„Konur vilja hafa brjóst og læri“

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. mbl.is/AFP

Tísku­hönnuður­inn Victoria Beckham vill meina að nú­tíma­kon­um finn­ist ekki jafn eft­ir­sókn­ar­vert og áður að vera mjög grann­ar. Beckham viður­kenndi að hafa öðlast nýja sýn á út­lit­stengda þætti á borð við holdafar eft­ir að hún fór að vinna meira utan Bret­lands, heima­lands síns.

„Kon­ur vilja hafa brjóst og læri,“ sagði fyrr­um kryddpí­an í sam­tali við banda­ríska tíma­ritið Grazia. „Það eru marg­ar kon­ur með lín­ur í Mía­mí og þær eiga ekki að vera neitt öðru­vísi,“ benti hún jafn­framt á. 

Beckham sagði það ein­kenni á gam­aldags hugs­un­ar­hætti að kepp­ast í sí­fellu við að ná af sér auka­kíló­um, þegar kon­ur eru heil­brigðar og líður vel í eig­in skinni. 

„Ég hef séð fullt af vel út­lít­andi kon­um með lín­ur ganga létt­klædd­ar meðfram strand­lengj­unni. Þær eru svo ör­ugg­ar með sig og lík­ama sinn. Mér finnst viðhorf þeirra og stíll virki­lega frels­andi,“ sagði Victoria Beckham sem hef­ur sjálf verið þekkt fyr­ir að vera afar grönn. Seg­ist hún nú reyna eft­ir fremsta megni að bera út boðskap­inn til dótt­ur sinn­ar, Harper, ell­efu ára. 

„Þetta snýst ekki um að vera í ákveðinni stærð. Þetta snýst um að þú vit­ir hver þú ert og get­ir verið ánægð með það,“ sagði hún og benti á að hún hefði sjálf þurft að finna jafn­vægið á milli ag­ans og þess að njóta lystisemda í mat. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda