„Konur vilja hafa brjóst og læri“

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. mbl.is/AFP

Tískuhönnuðurinn Victoria Beckham vill meina að nútímakonum finnist ekki jafn eftirsóknarvert og áður að vera mjög grannar. Beckham viðurkenndi að hafa öðlast nýja sýn á útlitstengda þætti á borð við holdafar eftir að hún fór að vinna meira utan Bretlands, heimalands síns.

„Konur vilja hafa brjóst og læri,“ sagði fyrrum kryddpían í samtali við bandaríska tímaritið Grazia. „Það eru margar konur með línur í Míamí og þær eiga ekki að vera neitt öðruvísi,“ benti hún jafnframt á. 

Beckham sagði það einkenni á gamaldags hugsunarhætti að keppast í sífellu við að ná af sér aukakílóum, þegar konur eru heilbrigðar og líður vel í eigin skinni. 

„Ég hef séð fullt af vel útlítandi konum með línur ganga léttklæddar meðfram strandlengjunni. Þær eru svo öruggar með sig og líkama sinn. Mér finnst viðhorf þeirra og stíll virkilega frelsandi,“ sagði Victoria Beckham sem hefur sjálf verið þekkt fyrir að vera afar grönn. Segist hún nú reyna eftir fremsta megni að bera út boðskapinn til dóttur sinnar, Harper, ellefu ára. 

„Þetta snýst ekki um að vera í ákveðinni stærð. Þetta snýst um að þú vitir hver þú ert og getir verið ánægð með það,“ sagði hún og benti á að hún hefði sjálf þurft að finna jafnvægið á milli agans og þess að njóta lystisemda í mat. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda