Landbúnaðarháskóli Íslands í Vogue

Ruth Phoebe Tchana Wandji er frá Kamerún og er dokstorsnemi …
Ruth Phoebe Tchana Wandji er frá Kamerún og er dokstorsnemi við Landbúnaðarháskólann. Ljósmynd/Yael Bar Cohen

Íslenska sauðkindin er kannski ekki fastagestur á síðum tískublaðsins Vogue en það gerðist á dögunum. Ljósmynd úr herferð fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands birtist í blaðinu rétt í þessu. Myndin er tekin af ljósmyndaranum Yael Bar Cohen sem er fædd í Ísrael en búsett í Reykjavík. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ljósmynd eftir Cohen birtist í Vogue eða öðrum tískublöðum. Herferðina skaut hún fyrir auglýsingastofuna Pipar\TBWA, sem framleiddi herferðina. Markmið herferðarinnar var að sýna námið í öðru ljósi. 

„Það verður að teljast frekar óvenjulegt að ljósmyndir úr nýjum íslenskum auglýsingaherferðum rati á miðla á borð við Vogue, en hið hátískulega yfirbragð og íslenska lambið hafa greinilega heillað marga. Módelið heitir Ruth Phoebe Tchana Wandji, er frá Kamerún og er dokstorsnemi við Landbúnaðarháskólann. Það er greinilegt að nám við Landbúnaðarháskóla Íslands er eldheitt um þessar mundir og um að gera að skrá sig strax í námið, en umsóknarfresturinn rennur út um helgina,“ segir Snæbjörn Ragnarsson hjá Pipar\TBWA. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda