Matilda Djerf deilir tískuráðum

Matilda Djerf.
Matilda Djerf. Skjáskot/Instagram.

Sænska tískugyðjan Matilda Djerf hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum fyrir einfaldan skandinavískan stíl og 90's hárgreiðslu sem allir eru að missa sig yfir. Djerf er eigandi fatamerkisins Djerf Avenue, sem hún stofnaði fyrir tveimur árum ásamt kærasta sínum.

Hvort sem það eru fötin, hárið, förðunin eða heimilið þá hefur Djerf náð að heilla okkur með fagurfræði sinni, enda deilir hún sérlega fallegum myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum sínum. 

Á dögunum fór Djerf í viðtal hjá Vogue Scandinavia þar sem hún deildi nokkrum tískuráðum. Hún segist ekki vera týpan sem planar í hverju hún ætlar að vera fyrir fram, heldur vakni hún og klæði sig út frá því hvernig henni líður. „Vil ég klæðast einhverju þægilegu, eða vil ég klæðast einhverju ótrúlega sætu, kvenlegu eða meira karlmannlegu?,“ útskýrir Djerf.

Djerf segir góðan blazer-jakka vera í miklu uppáhaldi, en hún er sérlega lunkin við að stílisera slíka jakka eins og sjá má á Instagram reikningi hennar. 

Hún heldur mikið upp á einfaldleikann og segir einfaldar og klassískar flíkur vera staðalbúnað í fataskápnum sínum.

Hún leynir svo á einföldum ráðum sem hún notar til að „dressa sig“ upp. „Par af hælaskóm getur algjörlega umbreytt lúkkinu,“ segir Djerf sem notar hælaskó mikið til að dressa sig upp fyrir kvöldið eftir langan dag á skrifstofunni. Hún segir töskur vera uppáhaldsfylgihlutinn sinn, og segir réttu töskuna geta gert gæfumun. „Ég elska litlar töskur, og töskur sem ég get notað bæði á daginn og kvöldin. Það er fylgihlutur sem getur virkilega umbreytt einföldu lúkki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál