Flottustu skegg landsins

Nokkrir vel skeggjaðir.
Nokkrir vel skeggjaðir. Samsett mynd

Skeggtíska íslenskra karlmanna vekur oftar en ekki athygli, enda setur skeggvöxturinn mikinn svip á andlit þeirra sem kjósa að bera skegg. Þá hefur lengi verið talað um skegg sem aðalsmerki karlkynsins og ákveðið tákn um tímalausan kraft og kynþokka karlpeningsins.

Smartland tók saman flottustu skegg landsins.  

Unnar Gísli Sigurmundsson.

Unnar Gísli, betur þekktur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant þykir afar vel skeggjaður. Hann hefur verið að gera það gott í íslensku tónlistarsenunni síðustu ár og hefur útlit hans vakið mikla eftirtekt þar sem sítt hár hans og einstakur skeggvöxtur eru einkennandi. 

Júníus Meyvant.
Júníus Meyvant. Ljósmynd/Sigríður Unnur

Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Stórleikarinn Jóhannes Haukur hefur lengi verið með þéttan og góðan skeggvöxt. Skeggvöxturinn hefur síður en svo skemmt fyrir honum á stóra tjaldinu þegar hann hefur farið með hlutverk ýmissa stórmenna. 

Jóhannes Haukur.
Jóhannes Haukur. Mynd/Haraldur Jónasson-Hari

Arnar Gunnlaugsson.

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, skartar þykku og góðu skeggi sem fer vel við andlitsfallið. 

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kom mörgum á óvart nýverið þegar hann mætti fúlskeggjaður í pontu á Alþingi. Þykir skeggvöxturinn fara Bjarna bráðvel. 

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sverrir Bergmann.

Söngvarinn Sverrir Bergmann á ekki að vera neitt öðruvísi en með skegg. Hann gaf nýverið kost á sér í síðustu sveitastjórnarkosningum þar sem hann var á lista hjá Samfylkingunni í Reykjanesbæ. Athygli hefur vakið að grár blær hefur tekið að myndast í skegg Sverris en það þykir ekkert tiltökumál heldur fremur pabbalegt.  

Sverrir Bergmann.
Sverrir Bergmann. Ljósmynd/mbl.is

Hannes Steindórsson.

Fasteignasalinn Hannes Steindórsson er alltaf með vel snyrt og töff skegg. Nú er hann líka orðinn virðulegur bæjarfulltrúi í Kópavogi og því er skeggið kannski ennþá meira viðeigandi en áður. 

Hannes Steindórsson.
Hannes Steindórsson. Ljósmynd/Aðsend

Haukur Færseth.

Haukur Færseth er einn færasti húðflúrari landsins og einnig einn sá best skeggjaðasti. Haukur hefur einstaklega karlmannlegan og grófan stíl og fer skeggvöxturinn stíl hans prýðilega vel.

Haukur Færseth.
Haukur Færseth. Skjáskot/Instagram

Ásgeir Börkur Ásgeirsson.

Óhætt er að segja að fótboltamaðurinn Ásgeir Börkur sé með eitt flottasta skeggið í bransanum. Það kemst enginn fótboltamaður með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar skeggið er annars vegar.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Geir Jónsson.

Einkaþjálfaranum Óla Geir fer vel að vera með skegg. Hann hefur fremur fágaðan stíl og hugar vel að skeggsnyrtingu. Óli Geir ætti að vera mörgum kunnugur en hann spilaði stórt hlutverk í íslenskri skemmtistaðamenningu á árum áður þar sem hann starfaði sem plötusnúður og skipulagði hvern tónlistarviðburðinn á fætur öðrum.

Óli Geir.
Óli Geir. Skjáskot/Instagram

Logi Einarsson.

Logi Einarsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, má segja að sé eins konar silfurrefur. Þriggja daga skeggið fer honum langbest.

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. Eggert Jóhannesson

Kári Kristján Kristjánsson.

Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján skartar síðu og góðu skeggi. Þrátt fyrir að átök eigi sér oft stað innan handboltavallarins þá hefur skeggið ekki komið Kára að sök. Hann hefur í það minnsta haldið áfram að safna skeggi.

Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Einar Þorsteinsson.

Fyrrum fréttamaðurinn og komandi borgarstjóri í Reykjavík, Einar Þorteinsson, er með ótrúlega fagurt skegg. 

Einar Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Helgason.

Íþróttafréttamaðurinn Bjarni Helgason er með einstaklega þéttan og fallegan skeggvöxt.  

Bjarni Helgason.
Bjarni Helgason. mbl.is/Hallur Már

Gunnar Nelson.

Bardagakappinn Gunnar Nelson hefur margt til brunns að bera þó svo að hann láti lítið fyrir sér fara. Hann er ekki bara góður í að berjast heldur er hann líka með flott skegg.  

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Skjáskot/Instagram

Loji Höskuldsson.

Listamaðurinn Logi Höskuldsson, sem helst vill láta bera nafn sitt fram sem Loji, er með mottu allan ársins hring. Ekki bara í mars. Mottan fer Loga einstaklega vel og er án efa hans einkennismerki.

Loji Höskuldsson.
Loji Höskuldsson. Ljósmynd/Helga Laufey Ásgeirsdóttir

Ragnar Freyr Ingvarsson.

Læknirinn og kokkurinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr, er með karlmannlegt skegg án þess að það sé kauðalegt. 

Ragnar Freyr Ingvarsson.
Ragnar Freyr Ingvarsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Friðrik Ómar Hjörleifsson.

Söngvarinn Friðrik Ómar hugsar vel um skeggið sitt. Skegg hans er alltaf vel snyrt og fallegt.  

Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/​Hari

Ólafur Darri Ólafsson.

Stórleikarinn og undur Íslands Ólafur Darri þykir vera ofarlega á lista þegar flottustu skegg landsins eru skoðuð. Ólafur Darri hefur verið í ófáum hlutverkum síðustu ár en hann er alltaf flottastur með síða og þétta skeggið sitt. 

Ólafur Darri Ólafsson.
Ólafur Darri Ólafsson. AFP/ Valery HACHE

Ásgeir Jónsson.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, er einstaklega flottur maður. Skeggvöxtur hans skemmir þar alls ekki fyrir en Ásgeir hirðir vel um skeggið sitt. 

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Egill Ólafsson.

Það væri náttúrulega réttast að veita Agli Ólafssyni „silfurrefa-verðlaunin“ því hann er auðvitað einn sá allra flottasti. Ástsæla tónlistarmanninn og Stuðmanninn þekkja allir en hefur lagt mörgum línurnar þegar kemur að tísku í gegnum árin. Egill hefur verið margs konar lögun á skeggi sínu í gegnum tíðina en óhætt er að segja að stíll hans batni bara með árunum.

Egill Ólafsson.
Egill Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda