Tímalaus tískugyðja á sextugsaldri

Samsett mynd

Hin 57 ára Grece Ghanem er sannkölluð tískugyðja, en hún er gjarnan kölluð „drottning tímalausa stílsins“ enda getur fólk á öllum aldri sótt innblástur til hennar. Ghanem er fyrrverandi örverufræðingur en starfar nú sem fyrirsæta og áhrifavaldur sem reynir að útrýma gömlum hugmyndum um að konur þurfi að klæða sig eftir aldri.

Á Instagram reikningi Ghanem má sjá töffaralegan og heillandi stíl hennar, en hún segir klæðnað sinn í dag ekki svo frábrugðin því sem hún klæddist á þrítugsaldri. 

View this post on Instagram

A post shared by Grece Ghanem (@greceghanem)

Í viðtali við Vogue segist Ghanem vera sjálfsöruggari í dag en nokkru sinni fyrr. „Ég er enn forvitin og ævintýragjörn þegar kemur að nýjum tískustraumum,“ sagði Ghanem, en hún leggur mikið upp úr því að eiga tímalausa hluti í góðum gæðum. 

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Ghanem vann upphaflega á rannsóknarstofu á sjúkrahúsi í heimalandi sínu, Líbanon. Hún hlaut síðar réttindi sem einkaþjálfari eftir að hún flutti til Montréal, Kanada í kjölfar borgarastríðsins. 

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Ghanem stofnaði Instagram reikning sinn fyrir fimm árum síðan eftir að hafa fengið Instagram reikning dóttur sinnar lánaðan til að skoða tískumyndir. „Þetta byrjaði sem áhugamál, við tókum alltaf „tísku“ myndir þegar við vorum að ferðast. Við tókum þá ákvörðun að ef við myndum deila myndunum, þá myndi vera tilgangur á bak við það.“

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Hún ætlaði aldrei að verða áhrifavaldur, en myndirnar vöktu fljótt mikla athygli. 

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Í viðtalinu rifjaði Ghanem upp ákveðin kaflaskil þegar hún var mynduð í bleikum kjól af stofnanda Advanced Style, Ari Seth Cohen á tískuvikunni í New York. „Mér finnst það vera tímapunkturinn þar sem fólk fór að átta sig á því að aldur þinn er ekki þáttur í því hvernig þú velur að klæða þig.“

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

Hún segir tískuiðnaðinn færast hægt frá núverandi framsetningu á aldri samanborið við aðrar tegundir fjölbreytileika. „Það er enn nokkur aldurshyggja í fyrirsætubransanum. Oft er ég stíliseruð á mun íhaldssamari og klassískari hátt en yngri fyrirsæturnar, bara vegna þess að ég er eldri.“

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram

„Það að vera eldri þýðir ekki að ég sé með klassískan stíl.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda