Framkvæmdir hafnar hjá 66°Norður í London

Merkingar á verslun 66°Norður í Lundúnum.
Merkingar á verslun 66°Norður í Lundúnum.

Verið er að merkja versl­un 66°Norður í Lund­ún­um á Bret­lands­eyj­um. Fyr­ir­hugað er að versl­un­in opni við Re­g­ent Street í haust og er und­ir­bún­ing­ur í full­um gangi. 

Gat­an er ein sú fjöl­farn­asta í borg­inni og fara merk­ing­ar versl­un­ar­inn­ar varla fram hjá nokkr­um sem á leið um göt­una. 

Versl­un­in verður sú fyrsta sem 66°Norður rek­ur utan Íslands og Dan­merk­ur. Fyrsta versl­un fyr­ir­tæk­is­ins í Kaup­manna­höfn opnaði árið 2014 og í dag eru tvær versl­an­ir þar í borg. 

66°Norður hef­ur átt í sam­starfi við þarlenda fatafram­leiðend­ur og hönnuði und­an­far­in ár. Versl­un fyr­ir­tæk­is­ins á Re­g­ent Street verður flagg­skip fatafram­leiðand­ans að sögn Helga Rún­ars Óskars­son­ar, for­stjóri 66°Norður.

„Net­versl­un og viðskipti breskra ferðamanna hér á landi hafa gengið vel og gefa fyr­ir­heit um að viðskipta­manna­grunn­ur 66° Norðurs í Bretlandi sé traust­ur. Fé­lagið hef­ur einnig átt í sam­starfi við breska aðila. Við erum því bjart­sýn á að 66° Norður verði vel tekið í London og erum full til­hlökk­un­ar að opna nýju versl­un­ina,“ seg­ir Helgi Rún­ar.

Verslunin er við Regent Street.
Versl­un­in er við Re­g­ent Street.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda