Kynnir fyrstu íslensku golffatalínuna

Brutta Golf er fyrsta íslenska golffatalínan.
Brutta Golf er fyrsta íslenska golffatalínan. Ljósmynd/Birgitta Stefánsdóttir

Í vikunni kemur á markað fyrsta íslenska golffatamerkið, Brutta Golf. Styrmir Erlendsson, nemi í graffískri hönnun við Listaháskóla Íslands, er maðurinn á bak við Brutta Golf en golf og fatahönnun er hans helsta ástríða þessa dagana og því ákvað hann að sameina þessi tvö áhugamál.

„Ég hef lengi haft áhuga á fatnaði og upp úr því byrjaði ég með Brutta Faccia á sínum tíma. Mig langaði að gera breytingar á merkinu og koma með eitthvað nýtt. Ég hef verið mikið í golfi og pælt mikið í golftísku og það má því segja að hugmyndin að Brutta varð til vegna áhuga míns á þessu sviði,“ segir Styrmir í viðtali við mbl.is. Brutta Faccia stofnaði hann árið 2018, en undir því merki hannar hann einna helst hettupeysur, boli og jakka. 

Golfið hefur átt allan hug Styrmis að undanförnu.
Golfið hefur átt allan hug Styrmis að undanförnu.

Fylgist mikið með golftísku

Spurður af hverju hann ákvað að fara hanna golffatnað segist hann strax hafa séð glufu á markaðnum þegar hann áttaði sig á því að það væri ekki til neitt íslenskt golfmerki. 

„Ég veit í hvernig fötum ég sjálfur vill golfa í og ákvað því að hanna föt eftir því. Ég byrjaði einnig mikið að skoða og fylgjast með golftísku og fór í kjölfarið að hanna sjálfur föt. Þetta er búið að vera langur aðdragandi þar sem ég hef þurft að pæla í miklum smáatriðum til þess að verða sáttur með flíkurnar sem ég er að gefa út,“ segir Styrmir.

Fötin er hönnuð fyrir golf, en þau geta nýst í …
Fötin er hönnuð fyrir golf, en þau geta nýst í margt annað að sögn Styrmis. Ljósmynd/Birgitta Stefánsdóttir

Styrmir segir Brutta Golf henta bæði byrjendum sem og atvinnumönnum. „Að sjálfsögðu fyrir golfara á Íslandi en einnig eru flíkur sem hægt er að nota í annað, eins og t.d. aðrar íþróttir, útivist, áhugamál eða jafnvel bara til að vera í dagsdaglega. Á döfinni er einnig að hanna fleiri flíkur og er helsta markmiðið nú að bjóða upp á fleiri flíkur fyrir konur og yngri kynslóðir,“ segir Styrmir.

Halldór Viðar Gunnarsson, sem keppti í fyrsta skipti í meistaraflokki …
Halldór Viðar Gunnarsson, sem keppti í fyrsta skipti í meistaraflokki á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum um helgina, í fötum frá Brutta Golf.

Sjálfur stundar Styrmir golf en segist ekki vera frábær, en að þetta sé allt að koma hjá honum. „Golfið er meira og minna eina sem kemst að þessa dagana,“ segir Styrmir.

Til að kynna línuna fyrr í sumar hélt hann fyrsta golfmót Brutta ásamt Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Mótið gekk gríðarlega vel og fylltust öll 90 sætin á mótinu snemma en þá voru fyrstu flíkurnar frá Brutta Golf til sölu. 

View this post on Instagram

A post shared by Brutta Golf (@bruttabfg)




Derhúfur, jakkar, peysur, buxur, bolir og hanskar eru í þessari …
Derhúfur, jakkar, peysur, buxur, bolir og hanskar eru í þessari fyrstu línu Brutta Golf. Ljósmynd/Birgitta Stefánsdóttir
Styrmir stofnaði Brutta Faccia árið 2018.
Styrmir stofnaði Brutta Faccia árið 2018. Ljósmynd/Birgitta Stefánsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda