Hvað kostar að fara í augnlokaaðgerð?

Ljósmynd/Colourbox

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu varðandi augnlokaaðgerð. 

„Hæ Þórdís.

Mig langar svo að láta laga augnlokin. Ég er 70 ára og hef verið ósátt við þetta í langan tíma. Hvað verð ég lengi frá vinnu? Þarf ég að fara í svæfingu? Hvað kostar að láta laga augnlokin?

Kveðja,

ÁF“

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan dag ÁF og takk fyrir spurninguna.

Augnlokaaðgerðir eru yfirleitt framkvæmdar í staðdeyfingu ásamt slævingu (verkja- og slævandi lyf gefin í æð) hvort sem um er að ræða aðgerð á efri og neðri samtímis eða ekki. Ef um einungis efri augnlok er að ræða tekur 7-10 daga að jafna sig þannig að þú getur falið ummerki eftir aðgerðina fyrir fólkinu í kringum þig. Það tekur yfirleitt aðeins lengri tíma að jafna sig á neðri augnlokaaðgerð. Aðgerðin kostar frá rúmlega 200 þúsund krónum. Ef þú ert ósátt/ur við augnlokin þá er um að gera að panta sér tíma hjá lýtalækni og skoða hvað kemur til greina hjá þér.  

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda