Katrín prinsessa af Wales, eiginkona Vilhjálms Bretaprins, skartaði perluhálsfesti sem var í eigu Elísabetar II. Bretadrottningar við útför hennar í Westminster Abbey í Lundúnum í dag.
Katrín hefur áður verið með perlufestina, meðal annars í útför Filippusar hertoga af Edinborg, í apríl á síðasta ári. Hún var líka með festina í brúðkaupsafmæli drottningarinnar og hertogans árið 2017.
Perlufestin er með demantsskrauti í miðjunni og gerð úr perlum sem breska krúnan fékk að gjöf frá japönsku ríkisstjórninni.