Sextug í nýju sambandi og langar í brjóstalyftingu

Kona sem er komin yfir sextugt spyr um brjóstalyftingu.
Kona sem er komin yfir sextugt spyr um brjóstalyftingu. Jan Kopriva/Unsplash

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem myndi vilja lyfta brjóstunum. 

Sæl Þórdís. 

Mig langar að fræðast um brjóstalyftingu. Ég er rúmlega sextug og að hefja nýtt samband og myndi vilja láta lyfta brjóstunum upp. Er það mikil aðgerð og kostnaðarsöm.

Kveðja,

KK

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Sæl KK og takk fyrir spurninguna.

Til hamingju með nýja sambandið. Í fyrsta lagi verð ég taka fram að engin aðgerð er áhættulaus. Hægt að fá blæðingu og sýkingu við hvaða aðgerð sem er. Lyftingu á brjóstum er hægt að framkvæma á mismunandi vegu. Einfaldast er að setja púða í brjóstin sem lyftir þeim að einhverju leyti. Ef það er gert kemur um það bil 4 cm ör undir brjóstin. 

Ef brjóstin eru mikið sigin og það þarf að færa vörtubaug og geirvörtu ofar á brjóstkassann þá er aðgerðin lengri. Það tekur um tvær til þrjár klukkustundir og örin umhverfis vörtubaug, niður þaðan og undir brjóstum geta verið mislöng. Síðan þarf oft að minnka kirtilvefinn nú eða setja púða með (ef kirtilvef vantar). Verðið fer auðvitað allt eftir umfangi aðgerðar. 

Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lýtalækni og skoða þína möguleika.

Gangi þér vel og með bestu kveðjum,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda