Chanel hraðspólar yfir veturinn

Franska tísku­húsið Chanel sýndi vor-og sum­ar­línu fyr­ir næsta sum­ar á dög­un­um. Lín­an kallað Rea­dy-To-Wear. Virg­ine Vi­ard yf­ir­hönnuður Chanel hugsaði um frelsi þegar hún hannaði lín­una og sótti inn­blást­ur í Gabrielle Chanel, eða Coco Chanel eins og hún var kölluð, sem stofnaði tísku­húsið á sín­um tíma og breytti tísku­heim­in­um um leið. Það sem kem­ur á óvart er hvað svarti lit­ur­inn er áber­andi en í hug­um flestra er hann kannski eng­inn sér­stak­ur sum­ar­lit­ur. 

Sniðin eru kven­leg og neta­sokk­arn­ir ekki langt und­an og held­ur ekki slauf­ur sem eru sett­ar á skó og fleira til þess að búa til skemmti­legri heild­ar­mynd. 

Teygju­efni, glitrandi jakk­ar og dopp­ur eiga upp á pall­borðið og líka shiffon. Eins og sést á mynd­un­um væru ör­ugg­leg­ar marg­ir til í að eign­ast allt á þess­um mynd­um strax í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda