Útlit tónlistarkonunnar Madonnu vakti talsverða athygli á dögunum þegar hún birti myndband af sér með bleikt hár og aflitaðar augabrúnir. Það var þó frekar andlitsfall hennar og lýtalaus húð sem vakti meiri athygli og sögðu aðdáendur hennar hana varla líta út eins og Madonna lengur.
Lýtalæknirinn Eshan Ali, framkvæmdastjóri Beverly Hills Concierge Doctor and Urgent Care, segir í samtali við Page Six að hann telji að Madonna hafi farið í að minnsta kosti níu lýtaaðgerðir til að ná þessu útliti.
„Hún er greinilega búin að fara í andlitslyftingu. Þú sérð hvernig húðin er toguð aftur og þétt, engar fínar línur eða hrukkur. Andlitslyfting breytir líka lögunina í kringum augun, sem þú sérð á myndinni að eru toguð aftur,“ sagði Ali.
Hann segir líka líklegt að húnhafi farið í aðgerð á nefinu til að gera nefbroddinn hvassari. Einnig að hún hafi farið í bótox á nokkrum stöðum. „Hreyfingin í andlitinu er rosalega lítil og engar línur sem gefa tilfinningar til kynna, sem staðfestir að hún er með fylliefni í enninu, við augun og á milli augabrúnanna,“ sagði Ali.
Ali tók einnig eftir því að kinnbein hennar virðist ansi há og að það bendi til kynna að hún hafi látið gera eitthvað við þau.
Annar lýtalæknir hjá Plump Cosmetic and Injectables, Pamela Winberger, telur að útlit hennar sé eins og það er vegna áralangrar notkunar á fylliefnum.
Segir hún að Madonna hafi sennilega byrjað að fá sér fylliefni kinnarnar fyrir mörgum ári og að það hafi safnast saman. Það hafi breytt andlitsfalli hennar mikið. „Ég elskaði kjálkalínuna hennar áður, núna er hún of flöt að mínu mati,“ sagði Weinberger og útskýrir að bótoxi sé brautað í kjálkalínuna til að grenna hana.
Hún telur samt Madonnu ekki hafa farið í þá aðgerð heldur í fitusog undir hökunni og í hálslyftingu, til að losna við lausa húð og skerpa á kjálkalínunni. Að hennar mati gætu allar aðgerðirnar sem Madonna hefur farið í kostað um 30 þúsund bandaríkjadali eða um 4,3 milljónir króna.