Hvað lét „hrukkulaus“ Madonna gera?

Lýtalæknar telja Madonnu hafa farið í fjölda lýtaaðgerða.
Lýtalæknar telja Madonnu hafa farið í fjölda lýtaaðgerða. Samsett mynd

Útlit tón­list­ar­kon­unn­ar Madonnu vakti tals­verða at­hygli á dög­un­um þegar hún birti mynd­band af sér með bleikt hár og aflitaðar auga­brún­ir. Það var þó frek­ar and­lits­fall henn­ar og lýta­laus húð sem vakti meiri at­hygli og sögðu aðdá­end­ur henn­ar hana varla líta út eins og Madonna leng­ur. 

Lýta­lækn­ir­inn Es­h­an Ali, fram­kvæmda­stjóri Bever­ly Hills Concier­ge Doctor and Ur­gent Care, seg­ir í sam­tali við Page Six að hann telji að Madonna hafi farið í að minnsta kosti níu lýtaaðgerðir til að ná þessu út­liti. 

Madonna fyrir nokkrum áratugum.
Madonna fyr­ir nokkr­um ára­tug­um. mbl.is

„Hún er greini­lega búin að fara í and­lits­lyft­ingu. Þú sérð hvernig húðin er toguð aft­ur og þétt, eng­ar fín­ar lín­ur eða hrukk­ur. And­lits­lyft­ing breyt­ir líka lög­un­ina í kring­um aug­un, sem þú sérð á mynd­inni að eru toguð aft­ur,“ sagði Ali. 

Hann seg­ir líka lík­legt að hún­hafi farið í aðgerð á nef­inu til að gera nef­brodd­inn hvass­ari. Einnig að hún hafi farið í bótox á nokkr­um stöðum. „Hreyf­ing­in í and­lit­inu er rosa­lega lít­il og eng­ar lín­ur sem gefa til­finn­ing­ar til kynna, sem staðfest­ir að hún er með fylli­efni í enn­inu, við aug­un og á milli auga­brún­anna,“ sagði Ali. 

Ali tók einnig eft­ir því að kinn­bein henn­ar virðist ansi há og að það bendi til kynna að hún hafi látið gera eitt­hvað við þau. 

Aðgerðir fyr­ir 4,3 millj­ón­ir króna

Ann­ar lýta­lækn­ir hjá Plump Cos­metic and Inj­ecta­bles, Pamela Win­ber­ger, tel­ur að út­lit henn­ar sé eins og það er vegna ára­langr­ar notk­un­ar á fylli­efn­um. 

Seg­ir hún að Madonna hafi senni­lega byrjað að fá sér fylli­efni kinn­arn­ar fyr­ir mörg­um ári og að það hafi safn­ast sam­an. Það hafi breytt and­lits­falli henn­ar mikið. „Ég elskaði kjálkalín­una henn­ar áður, núna er hún of flöt að mínu mati,“ sagði Wein­ber­ger og út­skýr­ir að bótoxi sé brautað í kjálkalín­una til að grenna hana. 

Pamela Weinberger telur Madonnu hafa látið breyta kjálkalínu sinni.
Pamela Wein­ber­ger tel­ur Madonnu hafa látið breyta kjálkalínu sinni. MIKE CASSESE

Hún tel­ur samt Madonnu ekki hafa farið í þá aðgerð held­ur í fitu­sog und­ir hök­unni og í háls­lyft­ingu, til að losna við lausa húð og skerpa á kjálkalín­unni. Að henn­ar mati gætu all­ar aðgerðirn­ar sem Madonna hef­ur farið í kostað um 30 þúsund banda­ríkja­dali eða um 4,3 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda