Tískumómentið í New York tóm tilviljun

Anne Hathaway á tískuvikunni í New York í vikunni.
Anne Hathaway á tískuvikunni í New York í vikunni. AFP

Klæðnaður og hárgreiðsla leikkonunnar Anne Hathaway vakti sannarlega athygli á tískuvikunni í New York í Bandaríkjunum í vikunni. Hathaway klæddist fötum sem minntu einstaklega mikið á klæðnað persónu hennar Andy, í kvikmyndinni Devil Wears Prada frá 2006. Hathaway segir þetta tískumóment hafa verið tilviljun. 

Hathaway klæddist brúnni rúllukragapeysu, leðurpilsi og leður jakka og var með tagl í hárinu. Minnti það einstaklega á útlit Andy í upphafi myndarinnar þegar hún byrjar að vinna sem aðstoðarmaður tískuritstjórans Miröndu Priestly.

Andy klæddist svartri rúllukragapeysu og brúnum leðurjakka við gallabuxur og brún stígvél. Var hún sömuleiðis með topp og hárið í tagli.

Í viðtali við Today í vikunni að þetta hafi verið vilviljun. „Þetta var frekar klikkað, var það ekki?“ sagði Hathaway um viðbrögðin við klæðnaði hennar. Hún útskýrði að hún hafi átt að vera í öðrum fötum en að skórnir við þau hafi ekki passað, og að þetta hafi verið hin fötin sem hún fékk send. 

Hathaway segir líkindin vera tilviljun.
Hathaway segir líkindin vera tilviljun. AFP

Hárgreiðslan hafi verið svo tilviljun. „Hárgreiðslumaðurinn minn, sem var svo yndislegur og ég hef aldrei unnið með áður. Hann sagðist vita hvað hann ætti að gera og setti tagl í hár hennar. Ég horfði í spegilinn og hló innra með mér. Ég hugsaði með mér hvort einhver myndi taka eftir þessu,“ sagði Hathaway og hló.

Aðdáendur hennar tóku svo sannarlega eftir líkindunum og um stund fylltust samfélagsmiðlar af myndum af Hathaway. Það setti svo punktinn yfir i-ið þegar Hathaway sat við hlið Önnu Wintour, ritstjóra tískutímaritsins Vogue, sem er sögð hafa verið fyrirmynd Miröndu Priestly í Devils Wears Prada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda