Kristjana S. Williams hannar fyrir Bioeffect

Kristjana S. Williams hannaði umbúðirnar utan um nýjar gjafaöskjur frá …
Kristjana S. Williams hannaði umbúðirnar utan um nýjar gjafaöskjur frá Bioeffect.

Íslenski listamaðurinn Kristjana S. Williams fékk það verkefni á dögunum að hanna umbúðir undir gjafasett íslenska húðvörumerkisins Bioeffect. Ævintýraheimur Kristjönu hefur heillað heimsbyggðina en verk eftir hana eru sýnd um heim allan.

Kristjana leitar í náttúruna, hreinleikann og virknina í hönnun sinni sem rímar vel við eiginleika íslensku húðvaranna.

„Ég hef alltaf haft djúpstæðan áhuga á vísindum. Sá áhugi á sér rætur í þrá til að skilja fræðin að baki náttúrunni og þeirri fegurð sem í henni býr. Á þessum grunni hóf ég hönnunina út frá sexhyrningnum, kraftmesta formi sem tilheyrir náttúrunni og hefur svo einstaka tengingu við vísindalegar rætur Bioeffect,“ segir Kristjana sem lauk námi í grafískri hönnun og teikningu frá listaháskólanum Central St. Martins í London þar sem hún er nú búsett. Hún leitast við að spegla samhverfuna sem fyrirfinnst í lífverum og náttúrunni sjálfri. Þessum áhrifum nær hún fram með því að raða saman náttúrulegum fyrirbærum, ýmist stafrænt eða handvirkt. Sú tækni laðar fram lagskiptingu og dýpt sem sannarlega endurspeglar raunverulegt gróður- og dýralíf.

Kristjana hefur notið mikillar velgengni og hafa verk hennar vakið víðtæka athygli. The New York Times lýsti hönnun hennar sem hluta af nýrri hreyfingu sem kallast „The New Antiquarian Movement“. Þá hefur hún unnið fyrir vörumerki á borð við Harrods, Fortnum & Mason, Paul Smith, Christian Louboutin og The Victoria and Albert Museum, auk fjölmargra annarra, og hlotið mikið lof fyrir.

Afurðin er þrjú yfirnáttúruleg listaverk af fjölbreyttum fyrirbærum sem hafa sterka tengingu við Ísland. Þar má meðal annars nefna fossa, norðurljós, sjávarföll, heimskautarefinn og lundann, en ekki síður atriði sem hafa bein tengsl við gróðurhús og byggplöntu. Sem er einmitt virka efnið í húðvörunum sem þróaðar voru af íslenska vísindamanninum Birni Örvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda