„Kvíðin en spennt fyrir því að verða eðlilegri“

Fyrirsætan og förðunarfræðingurinn Lottie Tomlinson hefur látið leysa upp fyllingarefni …
Fyrirsætan og förðunarfræðingurinn Lottie Tomlinson hefur látið leysa upp fyllingarefni í vörum sínum og kinnum. Samsett mynd

Áhrifa­vald­ur­inn Lottie Toml­in­son hef­ur ákveðið að láta leysa upp fyll­ing­ar­efni í and­liti sínu í von um „nátt­úru­legra“ út­lit.

Hún deildi ákvörðun sinni með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram á dög­un­um og leyfði þeim að fylgj­ast með því þegar hún lét leysa fyll­ing­ar­efn­in upp, bæði í vör­un­um á sér en einnig í kinn­un­um. 

Nýorðin mamma

Lottie er með rúm­lega fjór­ar millj­ón­ir fylgj­enda á In­sta­gram, en hún er fyr­ir­sæta og förðun­ar­fræðing­ur ásamt því að vera stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins Tanolog­ist sem sel­ur brúnkukrem. Hún tók ný­verið á móti sínu fyrsta barni með fyr­ir­sæt­unni Lew­is Burt­on í ág­úst síðastliðnum. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by LT 🍒 (@lottiet­oml­in­son)

„Þetta er að ger­ast“

„Þetta er að ger­ast. Ég er hjá Harley Street Inj­ecta­bles í dag til að láta leysa upp fyll­ing­ar­efn­in mín. Ég er kvíðin en spennt fyr­ir því að verða eðli­legri,“ skrifaði Toml­in­son við mynd­ir af sér.

Fyrirsætan er spennt fyrir nýju útliti sínu.
Fyr­ir­sæt­an er spennt fyr­ir nýju út­liti sínu. Skjá­skot/​In­sta­gram

Til að leysa upp fyll­ing­ar­efni er ensím sem kall­ast hayluroni­da­se notuð, en efnið brýt­ur fyll­ing­ar­efnið niður og flýt­ir þar með fyr­ir upp­lausn­ar­ferl­inu sem myndi ann­ars eiga sér stað með tím­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda