Hvað er Slugging?

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur.
Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á TikTok hafa komið fram alveg hin ótrúlegustu „trend“ í húðumhirðu. Sum sniðug, önnur sem beinlínis hafa slæm áhrif frekar en góð á húðina.

Eitt af því sem hefur verið einstaklega vinsælt hjá húðáhrifavöldum þetta ár er „Slugging“ enda er það ágætis leið til að loka raka inni í húðinni og þá aðallega á andlitinu.

Aðferðin er að nota vöru sem inniheldur jarðolíu (petroleum) sem lokaskref í húðrútínunni. Þetta getur til dæmis verið vaselín. Á kvöldin er farið í gegnum húðrútínuna sem notast er við og í lokin er vaselín eða önnur sambærileg vara borin á allt andlitið og látin vera yfir nótt. Fitan býr til filmu á húðina sem kemur í veg fyrir rakatap. Þessi aðferð er einstaklega gagnleg fyrir þurra húð, þurrar varir og til að nýta vörur sem gefa raka til hins ýtrasta.

Þó að þessi aðferð sé glæný í augum margra í gegnum TikTok, hefur hún verið notuð í langan tíma. Sú aðferð að nota vaselín eða aðrar vörur sem innihalda steinefnaolíu (mineral oil) til að draga úr þurrki hefur verið notuð í áraraðir. Síðustu ár hefur þessi aðferð verið vinsæl hjá K-Beauty samfélaginu (Suður-kóreska snyrti samfélaginu) og á sínum tíma talaði Marilyn Monroe til dæmis um að bera á sig vaselín til að mýkja húðina og auka ljóma hennar.

En áður en þú dýfir þér út í þetta nýjasta trend þá eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga. 

Hreinsaðu vel húðina og notaðu gott rakaserum og rakakrem á húðina áður en þú berð á þig vaselínið.

Endilega prufaðu aðferðina ef húðin þín er þurr, pirruð eða ef hún fær exem.

Ekki slugga ef þú ert með bólur eða olíukennda húð. Það gæti stíflað húðina meira. Ef þú ert með olíukennda húð á T-svæðinu, á nefi og enni, en viðkvæmar kinnar, þá skaltu bara sleppa T-svæðinu og prufa að slugga á hinum svæðunum.

Ekki slugga ef þú ert með mjög viðkvæma húð eða rósroða.

Ekki slugga yfir retinol vörur eða ávaxtasýrur. Það gæti aukið virkni og með þessari aðferð erum við að reyna að draga úr ertingu en ekki auka hana. Notum frekar hyaluronic sýrur og/eða gott rakakrem undir.

Ef þér finnst ekki heillandi að baða húðina í vaselíni þá má nota andlitsolíu eða þétt og nærandi krem í staðinn fyrir vaselínið og fikra sig þannig áfram.

Happy Slugging!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda