Saman á ný og keyptu íslenskar jólagjafir

Romeo Beckham og Mia Regan í Proenza Schouler.
Romeo Beckham og Mia Regan í Proenza Schouler. AFP

Regent Street í Lundúnum laðar til sín fólk sem er á kafi í jólaundirbúningi og þráir eitthvað nýtt og ferskt inn í líf sitt. Romeo Beckham, sonur Davids og Victoriu Beckham, var í jólaverslunarferð í miðborg London síðasta fimmtudag en einn af viðkomustöðum hans var splunkuný verslun 66°Norður á Regent Street.

Hann var ekki einn á ferð því með í för var Mia Regan. Parið er byrjað aftur að hittast eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði fyrr á árinu.

Þau keyptu jólagjafir í nokkrum búðum í miðborg Lundúna, þar á meðal í 66°Norður. Beckham er atvinnumaður í knattspyrnu og leikur með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni. Á sama tíma og hann var í London að kaupa jólagjafir var faðir hans að fylgjast með enska landsliðinu á HM í Katar og sást með angistarsvip eins og fleiri Englendingar eftir tap þeirra gegn Frökkum á laugardagskvöldið.

Mia Regan er fyrirsæta en þau Beckham eru jafnaldrar. Parið hafði verið saman í þrjú ár þegar þau tilkynntu fyrr á árinu að þau væru hætt saman en örvar Amors hafa greinilega hitt í mark á aðventunni enda fátt dapurlegra en að kúra einn yfir rómantískum jólamyndum og súkkulaði. 

Dailymail greinir frá þessu. 

View this post on Instagram

A post shared by ROMEO (@romeobeckham)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál