„Þegar ég er að fara eitthvað fínt fer alltaf smátími í að græja hárið“

Ljósmynd/SteinaMatt-photography

Telma Fanney Magnúsdóttir, einkaþjálfari og sálfræðinemi, er mikil áhugamanneskja um hár og hárumhirðu. Hún leggur mikla rækt við hárumhirðu sína almennt en segist vera með náttúrulega liðað hár. 

„Þar sem ég er með frekar mikið og sítt hár þá reyni ég að fara mjög reglulega í klippingu og láta særa endana til að halda því líflegu og koma í veg fyrir að endarnir slitni. Mér finnst það algjört lykilatriði við að halda hárinu líflegu að klippa það reglulega, jafnvel þó maður sé að reyna að safna hári og halda því síðu, þá er það bara enn mikilvægara ef eitthvað er. Á milli þess sem ég fer í klippingu er ég svo mjög dugleg að hugsa um hárið og passa að velja hárvörur sem henta minni hárgerð og þörfum hársins hverju sinni. Ég er með náttúrulega frekar liðað og úfið hár og það er því ekki sama hvaða vörur ég nota í það og þarf reglulega að breyta til,“ segir Telma Fanney.

Resistance frá Kérastase fæst á Beautybar.is.
Resistance frá Kérastase fæst á Beautybar.is.

„Um þessar mundirnar er sjampó og næring og blástursvörn frá Kérastase í uppáhaldi sem heitir Resistance sem ég nota svona hversdags. Ég reyni yfirleitt að láta að minnsta kosti einn til tvo daga líða á milli hárþvotta en það er stundum minna, sérstaklega þegar ég er mikið í ræktinni. Síðan nota ég alltaf K18 leave-in-hármaskann deginum áður en ég fer í klippingu og svo í um fimmta til sjötta hverjum hárþvotti til að gefa hárinu extra dekur og næringu. Eftir hárþvott nota ég svo alltaf Olaplex no. 6 leave-in-krem í handklæðablautt hárið sem gefur hárinu góðan raka og kemur í veg fyrir að hárið verði úfið og svo set ég yfirleitt einhverja hárolíu líka sem ég fókusa á að bera í endana, ég er að nota olíu núna frá Kérastase sem heitir Elixir Ultime og er mjög góð. Fyrir utan þessa rútínu eyði ég ekki miklum tíma í að græja hárið svona dagsdaglega og læt yfirleitt nægja að blása rótina og létt yfir hárið því annars er það svo lengi að þorna, svo leyfi ég því bara að þorna og þá fá mínir náttúrulegu liðir að leika lausum hala,“ segir Telma Fanney.

Ola­p­lex no. 6 lea­ve-in-krem er í uppáhaldi hjá Telmu.
Ola­p­lex no. 6 lea­ve-in-krem er í uppáhaldi hjá Telmu.

„Þegar ég er að fara eitthvað fínt fer alltaf smátími í að græja hárið, ég er samt voða lítið að gera einhverjar greiðslur og mætti kannski vera duglegri að prófa mig áfram þar. En það sem ég geri oftast er að ég nota Dyson Airwrap Styler sem er einhver besta hárgræja sem ég hef fjárfest í, hann nota ég til að blása hárið og svo get ég einnig slétt það eða krullað og oftast kýs ég að krulla það þar sem það fer mínu náttúrulega hári einhvern veginn betur og það helst vel krullað. Ég gríp líka oft í ROD VS4-krullujárnið mitt þegar ég er á hraðferð eða vil fá aðeins extra hreyfingu í hárið, það gefur mjög fallega og mjúka liði og hefur verið í uppáhaldi hjá mér mjög lengi,“ segir Telma Fanney um bestu tækin sín.

HH Simonsen ROD VS 4 krullujárnið.
HH Simonsen ROD VS 4 krullujárnið. ún Selma Sigurjónsdóttir

Jólin í ár verða öðruvísi en vanalega en líklega verður hárgreiðslan með hefðbundnum hætti.

„Ég geri sterklega ráð fyrir að jólagreiðslan í ár verði krullur eins og svo oft áður, en hver veit, kannski reyni ég við einhverja flotta greiðslu þar sem þessi jól verða með aðeins öðru móti en vanalega hjá mér. Ég hef alltaf haldið upp á jólin með fjölskyldu minni í Búðardal en þar er ég fædd og uppalin og eftir að foreldrar mínir fluttu þaðan höfum við alltaf farið og haldið upp á jólin með ömmu í Búðardal. Það mætti því segja að mér finnist jólin ekki komin fyrr en ég er komin „heim í Búðardal“ í kræsingar og kósíheit hjá ömmu.

En þetta verða fyrstu jólin sem ég mun halda hátíðleg erlendis þar sem ég og unnusti minn munum eyða jólunum í sólinni á Tenerife með tengdafjölskyldunni í tilefni sextugsafmælis tengdamóður minnar. Það verður skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt og kærkomið að fá smá sól í hjarta. Ég mun eflaust reyna að fá pabba til að elda fyrir mig rjúpu þegar ég kem heim og biðja ömmu um að geyma fyrir mig sneið af Daim-tertunni sinni til að halda aðeins í jólahefðirnar,“ segir Telma Fanney um jólin í ár.

Ljósmynd/SteinaMatt-photography
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál