Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari er jafn klár að klæða sig eftir veðri og hann er að ná sáttum í hinum flóknustu kjaraviðræðum. Aðalsteinn var til dæmis sannarlega klæddur eftir veðri í vikunni þegar hann mætti í gullfallegri lopapeysu í Karphúsið.
Peysan sem Aðalsteinn klæddist heitir Spræna og er uppskriftin eftir eiginkonu hans, Ágústu Þóru Jónsdóttur. Ágústa er nefnilega prjónasnillingur hinn mesti og gefur út sínar eigin uppskriftir á gusta.is.
Peysan er prjónuð að neðan og upp og hönnuð fyrir garnið Mosa mjúkull.