Strákarnir sem stálu senunni

Seth Rogen, Donald Glover, Billy Porter og Andrew Garfield fóru …
Seth Rogen, Donald Glover, Billy Porter og Andrew Garfield fóru út fyrir þægindarammann á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Samsett mynd/AFP

Leik­ar­inn Billy Port­er læðist ekki með veggj­um þegar kem­ur að því að klæða sig upp fyr­ir verðlauna­hátíðir. Port­er stal sen­unni á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni í vik­unni þegar hann mætti í bleikri múnd­eríngu. 

Jakka­kjóll­inn sem Port­er klædd­ist er frá Christian Siriano og minn­ir óneit­an­lega á kjól­inn sem hann var í á Óskar­sverðlaun­um árið 2019. Kjóll­inn er enda frá sama hönnuði. 

Billy Porter.
Billy Port­er. AFP/​Jon Kopaloff

Leik­ar­inn Don­ald Glover klædd­ist einnig eft­ir­minni­leg­um föt­um. Svört­um fín­um jakka með stór­um axla­púðum við silkinátt­föt frá Saint Laurent. 

Donald Glover.
Don­ald Glover. AFP/​Frederic J. Brown

Leik­ar­inn Andrew Garfield hætti sér líka út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann þegar hann valdi sér dökk app­el­sínu­gul jakka­föt í klass­ísku sniði. Seth Rogen var líka í sum­arfíl­ing þegar hann valdi sér laxa­bleik­an smók­ing við hvíta skyrtu. 

Andrew Garfield.
Andrew Garfield. AFP/​Jon Kopaloff
Lauren Miller og Seth Rogen.
Lauren Miller og Seth Rogen. AFP/​Amy Sussman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda