Gucci og Saint Laurent á leið til landsins

Lúxusvöruverslun með Gucci og Burberry opnar á Hafnartorgi í sumar.
Lúxusvöruverslun með Gucci og Burberry opnar á Hafnartorgi í sumar.

Lúxusvöruverslunin Collage the Shop mun opna verslun á Hafnartorgi í sumar. Verslunin býður upp á mörg af vinsælustu hátískumerkjum heims og má þar nefna Gucci, Bottega Veneta, Burberry, Mulberry, Loewe, Balenciaga, Valentino og Saint Laurent.

Fjölbreyttur tískufatnaður og fylgihlutir verður seldur í versluninni. Alls eru nú sjö Collage the Shop verslanir á Norðurlöndunum og verður verslunin á Hafnartorgi sú áttunda í röðinni.

„Við höfum lengi fylgst með þróun verslunar á Íslandi með það fyrir augum að opna Collage the Shop búð og núna með uppbyggingu Hafnartorgs í miðborg Reykjavíkur skapast einstakt tækifæri til að bjóða Íslendingum jafnt sem erlendum gestum aðgang að sumum af vinsælustu hátískuvörumerkjum heims. Undirbúningur og hönnun verslunar gengur vel og við getum ekki beðið eftir að opna glæsilega búð næsta vor,“ segir Thomas Møller, forstjóri Group 88, í tilkynningu.

Collage the Shop er hluti af fjölskyldufyrirtækinu Group88 sem hefur verið leiðandi einkaumboðsaðili á hátískuvörumerkjum í Skandinavíu síðan 1988. Group88 er rekið af dönsku bræðrunum Thomas og Marius Møller og eru þeir þriðja kynslóð fjölskyldunnar sem stýrir fyrirtækinu.

Mikið er lagt upp úr hönnun Collage the Shop verslana.
Mikið er lagt upp úr hönnun Collage the Shop verslana.

„Frábært viðbót við Hafnartorg“

Með opnun verslunarinnar í Reykjavík er fyrirtækið að styrkja stöðu sína enn frekar sem einkasöluaðili hátísku á Norðurlöndunum en það rekur nú fleiri en 30 verslanir í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Gautaborg, Osló, ásamt öðrum borgum.

Hönnun nýrrar verslunar í höndum dönsku arkitektastofunnar REINHOLDT//RUD.

Collage the Shop bætist í hóp fjölda vandaðra verslana á Hafnartorgi en þar er nú þegar að finna verslanir 66°Norður, Bioeffect, Casa Boutique, Collections, Cos, H&M, H&M Home, GK Reykjavík, Levi‘s, Michelsen 1909, Optical Studio og The North Face. Verslunin verður staðsett við Geirsgötu á Hafnartorgi, beint á móti Hafnartorg Gallery.

„Opnun Collage the Shop er frábær viðbót við Hafnartorg og samræmist framtíðarsýn Regins um að bjóða upp á hágæða tískuvörur á þessu einstaka svæði á milli Lækjartorgs og Hörpu en við höfum unnið markvisst að því að styrkja innlenda verslun með því að bjóða upp á eftirsótt vörumerki sem höfða jafnt til Íslendinga sem og erlendra ferðamanna. Hafnartorg hefur fengið frábærar viðtökur, bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna, sem kunna að meta gæði og fjölbreytni í verslun, veitingum, menningu og afþreyingu sem svæðið hefur svo sannarlega upp á að bjóða,“ segir Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hjá Reginn fasteignafélagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda