Leikkonan Anya Taylor-Joy stal senunni á BAFTA-verðlaunahátíðinni í London um helgina. Fólk átti erfitt með að gera upp við sig hvort leikkonan væri sú best klædda eða hreinlega sú verst klædda.
Taylor-Joy var í hönnun frá tískuhúsinu Schiaparelli en hönnunin var hluti af vorlínu Schiaparelli fyrir árið 2023. Það var einna helst eins og Taylor-Joy væri að stíga út úr Skírisskógi með kampavínslitaða flauelsskikkju á sér. Hrói höttur var hins vegar hvergi sjáanlegur. Þegar hún tók hettuna af sér og það sást í stutta kjólinn var hún snúin aftur á 21. öldina.
Leikkonan Cate Blanchett vakti líka mikla athygli en aðdáendur hennar könnuðust við kjólinn hennar. Blanchett klæddist kjólnum einnig á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2015 að því fram kemur á vef breska Vogue. Kjóllinn er frá merkinu Maison Margiela.