Háður því að fá sér flúr af eiginkonunni

Brooklyn Peltz Beckham er vel skreyttur.
Brooklyn Peltz Beckham er vel skreyttur.

Brooklyn Peltz Beckham, son­ur stjörnu­hjón­anna Dav­id og Victoriu Beckham, er með fleiri húðflúr en margir aðrir. Eftir að hann kynntist eiginkonu sinni, leikkonunni Nicolu Peltz Beckham, varð hann háður því að skreyta líkama sinn með flúrum sem tengjast henni. 

Peltz Beckham fékk sér húðflúr til heiðurs eiginkonu sinni stuttu eftir að þau byrjuðu að hittast en þau giftu sig í fyrra. „Ég er með yfir 20 sem eru til heiðurs henni,“ sagði 23 ára stjörnubarnið í viðtali á vef E!. Hann greip meira svo sterkt til orða að líkami hans væri þakinn að hálfu af flúrum tengdum henni. 

Nýjasta flúrið er mjög stór mynd af andliti og efri líkama hennar og er það staðsett á öðrum upphandleg Brooklyn Peltz Beckham. „Þau eru mjög ávanabindandi, sérstaklega þegar þú elskar einhvern, þá langar þig bara að þekja allt.“

Það var húðflúrlistamaðurinn Mark Mahoney sem gerði nýjasta flúrið á stjörnuna en hann hefur gert fleiri húðflúr á Peltz Bekcham og er góðvinur föður hans, knattspyrnuhetjunnar Davids Beckham. Flúr Peltz Beckham eru frumleg en árið 2021 gaf Peltz Beckham eiginkonu sinni og þáverand unnustu óvenju­lega af­mæl­is­gjöf þegar hann fékk sér húðflúr með nafni ömmu henn­ar.

View this post on Instagram

A post shared by @brooklynpeltzbeckham

View this post on Instagram

A post shared by @brooklynpeltzbeckham



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda