Ofurfyrirsæta spókar sig um í íslenskri hönnun

Ashley Graham í Yeoman-bol.
Ashley Graham í Yeoman-bol. Skjáskot/Instagram

Fyr­ir­sæt­an Ashley Gra­ham birti mynd af sér á In­sta­gram í hönn­un frá ís­lenska fata­hönnuðinum Hildi Yeom­an. Gra­ham er ein fræg­asta fyr­ir­sæta í heimi í dag og er með yfir 20 millj­ón­ir fylgj­enda á sam­fé­lags­miðlin­um. 

Bol­ur­inn sem Gra­ham klædd­ist um helg­ina heit­ir Wave og er í mynd­stri og lit sem Hild­ur kall­ar Blue Crystal. Bol­ur­inn er fá­an­leg­ur á heimasíðu Yeom­an og kost­ar 34.900 krón­ur.

Ekki er nema vika síðan að Gra­ham tók viðtal við stór­stjörn­ur á rauða dregl­in­um á Óskar­sverðlauna­hátíðinni og mætti síðan í Óskar­sverðlaunapartí Vanity Fair. Það er nokkuð aug­ljóst að hún spil­ar í efri deild­inni. 

Hildur Yeoman gengur vel á Íslandi sem og erlendis.
Hild­ur Yeom­an geng­ur vel á Íslandi sem og er­lend­is. Ljós­mynd/​Saga Sig

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stór­stjarna klæðist flík Hild­ar. Banda­ríska söng­kon­an Kehlani er einnig aðdá­andi. Eft­ir að hún sást í opn­un­ar­teiti tísku­vik­unn­ar í London árið 2021 í hönn­un Hild­ar sagði Hild­ur að vel­gengn­in væri búið að vera stig­vax­andi í nokk­urn tíma. „Þetta er bara eins snjó­bolti. Þetta snýst oft um stíl­ist­ann. Hann er kannski með allskon­ar önn­ur skemmti­leg verk­efni, svo rúll­ar þetta áfram,“ sagði Hild­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda