Þetta eru best klæddu karlar landsins

Daníel Ágúst, Sjón, Ásgeir Jónsson, Bjarni Ben og Álfgrímur komust …
Daníel Ágúst, Sjón, Ásgeir Jónsson, Bjarni Ben og Álfgrímur komust á lista. Ljósmynd/Samsett

Best klæddu mennirnir á Íslandi eiga það sameiginlegt að vanda fatavalið en eru þó með ólíkan fatastíl. Á meðan sumir velja klassísk jakkaföt reyna aðrir að ögra með öðruvísi fatnaði og líflegu fatavali. Í ár var leitað til les­enda Smart­lands og til­nefndu þeir þá karlmenn sem komust á lista. Eins og sjá má er list­inn fjöl­breytt­ur og skemmti­leg­ur.

Ásgeir Jónsson 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er með klassískan og fallegan fatastíl og eru fín jakkaföt hans aðalsmerki. Oftar en ekki er Ásgeir í vesti undir jakkanum. Hann gengur um með klút í brjóstvasanum og bindi. Ásgeir er sveitastrákur sem tók meðvitaða ákvörðun um að klæða sig vel. Þegar hann tók við stöðu aðalhagfræðings Kaupþings 33 ára. Fyrir 20 árum kunni hann varla að binda eigin bindishnút.Þegar Ásgeir varð seðlabankastjóri hugleiddi hann vel og vandlega hvernig hann ætlaði að klæða sig fyrir þá stöðu.

„Það skipti mig miklu máli að klæðnaðurinn væri í takt við þá stöðu sem ég hafði verið valinn til þess að þjóna. Mér fannst ég þurfa að sýna þessari stöðu virðingu. Ég er yfirmaður bankans og fötin mín þurfa að endurspegla það. Þess vegna ákvað ég að vera alltaf með klút og leyfa honum að vera litríkur. Það átti að sýna sjálfstæði mitt í þessu embætti – að ég væri ekki hræddur að skera mig úr hópi annarra. Ég er einnig einn yngsti seðlabankastjórinn sem skipaður hefur verið – og þess vegna vildi ég leggja áherslu á íhaldssemi með því að vera í vesti,“ sagði Ásgeir um fatastílinn í viðtali við Herrablað Morgunblaðsins árið 2021.

„Hann er að endurvekja vasaklútinn og ber ég mikla virðingu og þakklæti til framtaksins.“

Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra

Bjarni er með fínan en afslappaðan stíl þrátt fyrir að vera fjármálaráðherra. Á þinginu líður honum best í bláum jakkafötum og með bindi. Þegar ekki jafn mikið liggur við treystir hann á brúnar buxur, góða peysu og jakka frá Barbour.

„Hann er fullkominn og alltaf best klæddi karlmaður á Alþingi.“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Axel Birgisson 

Útvarpsmaðurinn Axel eða Big Sexy er alltaf fínn í tauinu. Burt með jakkafatajakkann og bindið – skyrta, buxur og axlabönd eru hans aðalsmerki.

„Klæðir sig ekki eins og allir heldur kemur gömlu og nýju tískunni vel saman. Hann heldur í góð gildi eins og axlabönd og góða gripsokka.“

Axel Birgisson.
Axel Birgisson.

Logi Geirsson 

Handboltahetjan Logi er töffari af guðs náð. Smáatriðin eru lykilatriði hvort sem það eru aukahlutir á borð við klúta, gleraugu eða jafnvel bara sólarnir undir skónum hans.

„Alltaf tipp topp klæddur og smekklegur, flottur í alla staði.“

Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Ljósmynd/Skjáskot RÚV

Daníel Ágúst Haraldsson

Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst á jakkaföt í öllum regnbogans litum og fer eigin leiðir í klæðaburði. Það er ekkert sem má ekki í hans bókum; skór með hælum, kjólar eða óvenjuleg sólgleraugu.

„Farið í Vesturbæinn á mánudegi. Fegurðin í fatavali er á almannavarnarstigi þegar hann labbar milli húsa.“

Daníel Ágúst Haraldsson.
Daníel Ágúst Haraldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson 

Héraðsdómarinn Ástráður er að vinna með svipaðan stíl og fæst í Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar. Hann gengur til dæmis í mokkasíum í staðinn fyrir lakkskóm.

„Óaðfinnanlegur í klæðaburði.“

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Birkir Pálmason 

Kírópraktorinn Guðmundur, einnig þekktur sem Gummi kíró, er sá maður á Íslandi sem fylgist einna best með hátískunni og skellir sér reglulega til Parísar. Í staðinn fyrir jakkaföt kýs Gummi buxur og flottan jakka. Flott skart, úr eða áberandi skór eru einnig staðalbúnaður.

„Líklega einn mesti brautryðjandi í tískuheimi landsins, og einnig kóngurinn.“

Guðmundur Birkir Pálmason.
Guðmundur Birkir Pálmason. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti

Sigurjón Birgir Sigurðsson – Sjón 

Skáldið Sjón er með fullkomlega tímalausan fatastíl og hann gerir ekki greinarmun á hvort hann er staddur á Íslandi eða á frumsýningu í Hollywood. Falleg gamaldags jakkaföt og ullarpeysa innan undir standast tímans tönn.

„Alltaf svo reffilegur og flottur!“

Sjón.
Sjón. mbl.is/Einar Falur

Stefán Svan Aðal­heiðar­son 

Stefán Svan, fatahönnuður og verslunarmaður, er með fatasmekk fyrir lengra komna og kann að meta mikil gæði. Hann þekkir flottustu merkin úti í heimi án þess að ganga um eins og lógó.

„Hann er með rosalega þekkingu á fatnaði og velur hann vel.“

Stefán Svan Aðalheiðarson.
Stefán Svan Aðalheiðarson.

Álfgrímur Aðalsteinsson 

Samfélagsmiðlastjarnan Álfgrímur er með ögrandi fatastíl og sækir meðal annars innblástur í aldamótatískuna í bland við tíunda áratuginn og jafnvel þann níunda. Hann klæðist óvenjulegum og einstökum fötum og lætur heklaða ömmuboli líta vel út við gallabuxur.

„Hann ögrar staðalímyndum, þorir að taka áhættu og er bara með ótrúlega flottan og skemmtilegan stíl.“

Álfgrímur Aðalsteinsson.
Álfgrímur Aðalsteinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Haraldur Þorleifsson 

Haraldur sem er frumkvöðull og hönnuður sést gjarnan í svörtum bol rétt eins og Steve Jobs sem klæddist svörtum rúllukragabol. Þykir fatavalið endurspegla tilgerðarleysið sem einkennir hann þrátt fyrir ríkidæmið.

„Aldrei í tilgerðarlegum fötum, kemur til dyranna eins og hann er klæddur.“

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jafet Máni Magnúsarson

Jafet Máni er ungur tónlistarmaður og hefur gert það gott í leiklistinni. Jafet er mjúkur töffari með svalan og afslappaðan fatastíl. Hann á margar fallegar skyrtur og nettar buxur.

„Jafet Máni mætir víða og er sífellt í nýjum fallegum fötum. Smekkmaður.“

Jafet Máni Magnúsarson.
Jafet Máni Magnúsarson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda