„Franskir karlar frekar leiðinlegir“

Isabel Marant vill að karlar séu djarfir og nútímalegir þegar …
Isabel Marant vill að karlar séu djarfir og nútímalegir þegar kemur að fatavali. Ljósmynd/Samsett

Fatahönnuðurinn Isabel Marant segist elska að hanna föt fyrir karlmenn. Á yngri árum gramsaði hún í fataskáp föður síns í leit að innblæstri og í dag er hún í auknum mæli að beina athygli sinni að karlatísku.

„Ég hef ekki áhuga á að hanna skrifstofuklæðnað fyrir karla heldur þægileg og nútímalegan klæðnað,“ segir Marant í viðtali við The Sunday Times.

„Þá hjálpar það mikið að karlar eru orðnir óhræddari við að prófa sig áfram í fatavali. Samkynhneigðir karlar hafa án efa lyft öðrum körlum upp hvað klæðnað varðar. Hér áður fyrr þótti það óhugsandi fyrir karlmann að klæðast bleiku. Við erum komin á annan stað núna.“

Marant býr Belleville í París ásamt eiginmanni sínum Jerome Dreyfuss og syni þeirra Tal. Stundum stelst hún í fötin af eiginmanni sínum en oftast er hún samt ekki hrifin af klæðnaði franskra karla. 

„Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér franskir karlar frekar leiðinlegir, stíllinn þeirra er of íhaldssamur. Hann er ekki ævintýragjarn. Mér finnst karlar í London og Berlín miklu flottari til fara.“

Marant hefur mjög afslappað viðhorf til vinnu og myndi helst kjósa fjögurra daga vinnuviku. Á mánudögum forðast hún alla tölvupósta og einbeitir sér að listsköpun og leirar mikið. „Ég finn að ég næ að einbeita mér að einhverju til fullnustu. Leirinn er ákveðin hugleiðsla.“

Frá haustlínu Marant.
Frá haustlínu Marant. AFP
Hönnun Marant er stílhrein og einföld.
Hönnun Marant er stílhrein og einföld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda