Hvað er hægt að gera við rauð augnlok?

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá stúlku sem er með rauð augnlok. 

Sæl Ragna,

ég er stelpa á 16 ári og er með rosalega rauð augnlok. Þegar ég vakna eru þau verst og mig klægjar í þau og oftast byrja þau að flagna. Ég nota alveg snyrtivörur en of mikið til að geta vitað hvað það er. Ertu með ráð?

Kveðja, 

BV

Sæl

Það eru nokkrar algengar ástæður fyrir roða á augnlokum. Í fyrsta lagi getur þetta verið atópískt exem og er sú ástæða líkleg ef þú hefur verið að glíma við exem annars staðar á líkama frá barnæsku. Í öðru lagi getur verið að þú sért búin að þróa með þér snertiofnæmi gegn einhverjum innihaldsefnum í kremum eða snyrtivörum sem þú ert að nota. Ég ráðlegg þér að hætta að nota vörurnar sem þú ert vön að nota og setja Mildison sterakrem á augun 1x á dag þar til roðinn hverfur ásamt feitu rakakremi eins og til dæmis locobase, Decubal eða Cicaplast. Síðan getur þú getur lagst í rannsóknarvinnu sjálf og prófað að setja inn eina og eina vöru aftur. Þannig gætir þú komist að því hvaða vara veldur einkennunum þínum. Einnig er hægt að ofnæmisprófa þig hjá húðlækni.

Gnagi þér vel,

Ragna Hlín húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Rögnu Hlín spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda