Myndi ekki klæðast þessu á ný

Paris Hilton gekk mikið í Von Dutch hér einu sinni …
Paris Hilton gekk mikið í Von Dutch hér einu sinni en vill ekki sjá merkið í dag. Samsett mynd

Par­is Hilt­on er ein þekkt­asta tákn­mynd tísku tí­unda ára­tug­ar­ins. Það muna flestall­ir eft­ir henni í velúr-göll­un­um, „low rise“ galla­bux­un­um, flegnu topp­un­um og með glans­andi Ban­ana Boat brúnku.

Stíll Hilt­on hef­ur þó þró­ast með ár­un­um og þó hún sé ánægð með flestallt sem hún kaus að klæðast á tí­unda ára­tugn­um þá hef­ur hún op­in­berað eina tísku­stefnu sem hún mun aldrei end­ur­taka. 

Myndi ekki rokka Von Dutch aft­ur

Í viðtali sínu við Today.com ræddi plötu­snúður­inn og nýbakaða móðirin tísku fyrri ára og viður­kenndi: „Per­sónu­lega myndi ég ekki klæðast Von Dutch.“ Tísku­merkið var vel þekkt á tí­unda ára­tugn­um og hvað þekkt­ast fyr­ir graf­íska stutterma­boli og der­húf­ur með ein­kenn­is­merki sínu. 

„Ég fór bara að taka eft­ir því að krakk­ar í dag eru mikið byrjaðir að ganga með Von Dutch-der­húf­ur. Mér finnst það fyndið. Ég myndi ekki rokka það á ný,“ sagði Hilt­on. 

Fleiri stjörn­ur tí­unda ára­tug­ar­ins rokkuðu tísku Von Dutch á sín­um tíma en Brit­ney Spe­ars, Just­in Timberla­ke, Nicole Richie og Gwen Stef­ani kædd­ust merk­inu.

Justin Timberlake, Nicole Richie og Gwen Stefani voru öll miklir …
Just­in Timberla­ke, Nicole Richie og Gwen Stef­ani voru öll mikl­ir aðdá­end­ur Von Dutch á tí­unda ára­tugn­um. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda