Katy Perry heillaði upp úr skónum í gylltu

Katy Perry var stórglæsileg á sviðinu við Windsor-kastala í gylltum …
Katy Perry var stórglæsileg á sviðinu við Windsor-kastala í gylltum Vivienne Westwood kjól. Ljósmynd/Chris Jackson

Bandaríska söngkonan Katy Perry var ein þeirra sem kom fram á krýningartónleikum Karls III. Bretakonungs í gær. Perry var hin glæsilegasta, í gylltum málmkenndum Vivienne Westwood kjól, sem gerði frammistöðu hennar enn eftirtektarverðari.

Kjóllinn sem hún klæddist var innblásinn af 18. aldar barokk-glæsileika og handunninn sérstaklega fyrir Perry og tilefnið. 

Flutti Roar og Firework fyrir Karl III.

Perry, er þjónar sem sendiherra King's British Asian Trust, flutti lög sín, Roar og Firework, fyrir bresku konungsfjölskylduna og stjörnum prýddan hóp umkringdan Windsor-kastala. „Ég er svo ánægð að vera hér með ykkur, ég elska ykkur svo mikið,“ kallaði hún til áhorfenda af sviðinu.

Söngkonan var einnig viðstödd konunglegu krýninguna á laugardaginn og mætti þangað í fallegri ljósfjólublárri dragt eftir Vivienne Westwood.

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda