Hvað er best að gera við útbrotum undir brjóstum?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu varðandi sveppi sem myndast undir brjóstum. 

Sæl Jenna. 

Hvað er hægt að gera við endurteknum svepp undir brjóstum?

Kveðja, 

BN

Sæl. 

Útbrot, roði og kláði undir brjóstum og í húðfellingum er ekki svo óalgengt og það geta legið nokkrar orsakir fyrir því. Algengast er að fá væga sveppasýkingu ef húðin verður mjög rök í húðfellingunum, t.d. vegna svita, og ef húðfellingar eru stórar því þá lokast húðin inn á milli. T.d. er ekki óalgengt að fá þannig útbrot í heitum löndum og þá getur oftast líka komið exem í húðfellingarnar vegna ertingar. Mikilvægt er þó að hugsa út í fleiri orsakir ef þetta er endurtekið, t.d. húðsjúkdóma eins og of mikla svitamyndun (hyperhidrosis), psoriasis, flösuexem, bakteríusýkingar eða þá jafnvel sykursýki. Ég myndi því ráðleggja þér að fá álit húðsjúkdómalæknis ef þú ert ekki búin að því til að vera viss um að greiningin sé rétt. Ef þetta er endurtekin sveppasýking og ertingarexem þá er mjög gott að bera Daktacort-krem á á kvöldin þar til útbrotin hverfa og sinkkrem x1 á dag einnig til að þurrka aðeins húðina og vernda hana gegn rakanum. Til að fyrirbyggja svo versnun þá halda áfram að nota sinkkremið eins oft og þarf og Daktacort x1-2 í viku.

Kær kveðja,

Jenna Huld Eysteinsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda